Gjaldskrá


Gjaldskrá Birtu lífeyrissjóðs er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og eru ákvæði hennar breytanleg án fyrirvara.

Lántökugjöld


Lántökugjald, grunnlán allt að 65% veðsetning 35.000 kr.
Lántökugjald, viðbótarlán eða blandað lán 17.500 kr.*
Þinglýsingargjald 2.000 kr.**
Greiðslumat fyrir einstakling, ef við á 5.900 kr.
Greiðslumat fyrir hjón/sambúðaraðila, ef við á 9.600 kr.

* Þegar útbúa þarf tvö skuldabréf. Lántökugjaldið er 35.000 kr. fyrir fyrra lánið og 17.500 kr. fyrir seinna lánið ef um er að ræða lán sem tekin eru samtímis, á sömu fasteign. Alls 52.500 kr. 

** Lántaki annast sjálfur þinglýsingu skuldabréfa. 

Greiðslugjöld


Kostnaður við greiðslur samkvæmt gildandi verðskrá innheimtuaðila, Íslandsbanka (frá 1. júní 2017)

Tilkynninga- og greiðslugjald skuldfært af reikningi - pappírsyfirlit 250 kr.
Tilkynninga- og greiðslugjald skuldfært af reikningi - netyfirlit 130 kr.
Greitt með greiðsluseðli - pappírsyfirlit 635 kr.
Greitt með greiðsluseðli - netyfirlit 515 kr.

Gjöld vegna lánabreytinga


Veðflutningur 5.000 kr.
Skuldaraskipti 5.000 kr. + greiðslumat, ef við á
Skilmálabreyting 5.000 kr.
Skilyrt veðleyfi 5.000 kr.
Greiðslumat fyrir einstakling, ef við á 5.900 kr.
Greiðslumat fyrir hjón/sambúðaraðila, ef við á 9.600 kr.
Þinglýsingargjald 2.000 kr.*
Veðbandslausn 5.000 kr.

* Lántaki annast sjálfur þinglýsingu skuldabréfa. 

Innheimtugjöld


Eindagi lána er sá sami og gjalddagi. Ef greitt er eftir gjalddaga/eindaga reiknast vextir frá þeim tíma til greiðsludags.

Birta lífeyrissjóður sendir bréf vegna hvers og eins vanskilagjalddaga í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs sé þörf á frekari upplýsingum vegna innheimtugjalda.


Uppgreiðslugjald


Sjóðurinn innheimtir 1% uppgreiðslugjald af umframgreiðslum inn á lán sem bera fasta vexti, fyrstu 5 ár af líftíma skuldabréfs. Ekki er innheimt uppgreiðslugjald ef umframgreiðsla nemur lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli í samræmi við lög nr. 118/2016. Lán sem bera breytilega vexti hafa ekkert uppgreiðslugjald.

Upplýsingar vegna innborgana og umframgreiðslna inn á lán

Greiðendur eru vinsamlegast beðnir um að setja númer láns í tilvísun.

Umframgreiðslur Reikningsnúmer: Kennitala:
Greiðslur inn á lán Stafa lífeyrissjóðs* * *
Greiðslur inn á lán Sameinaða og Birtu lífeyrissjóðs 526-22-1 421289-2639
* Vinsamlegast sendið fyrirspurn á iris@birta.is vegna umframgreiðslna inn á lán Stafa lífeyrissjóðs.
Unnið er að flutningi á innheimtu lána Stafa til Íslandsbanka og eftir þann flutning skulu umframgreiðslur og afborganir þeirra lána einnig greiðast inn á 526-22-1, kt. 421289-2639.