Greiðsluupplýsingar


Samkvæmt kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 21. janúar 2016, hækkaði framlag launagreiðenda 1. júlí 2017, úr 8,5% í 10,0%.


Birta lífeyrissjóður 

Sundagörðum 2

104 Reykjavík


Bankareikningur: 526-26-400800

Kennitala: 430269-0389

Sjóður Nr. sjóðs
Samtryggingarsjóður L430
Séreignarsjóður X431
VIRK starfsendurhæfingarsjóður R430

Launagreiðanda ber að halda eftir iðgjöldum starfsfólks og standa skil á þeim, ásamt eigin iðgjaldahluta mánaðarlega. Greitt er fyrir mánuðinn eftir að starfsmaður verður 16 ára til og með þeim mánuði sem starfsmaður verður 70 ára.

Samtrygging


Frá 1. júlí 2017 er lágmarksiðgjald 14,0% af heildarlaunum.

Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds er allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1 tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. 

  • Til iðgjaldsstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, s.s. ökutækjastyrki og dagpeningar. Þá eru ekki greidd lífeyrisiðgjöld vegna björgunarlauna.
  • Iðgjaldastofn vegna vinnu við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er jafnhár þeirri fjárhæð sem viðkomandi skilgreinir sem laun og ber að skipta í eigið framlag og mótframlag launagreiðanda, jafnvel þótt sami aðili greiði báða hluta iðgjaldsins. 

Ítarlegri skilgreiningu á iðgjaldastofni er að finna í 3. gr laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Sjóður Nr. sjóðs Framlag launþega Framlag launagreiðanda
Samtryggingarsjóður L430 4% 10%*

*Mótframlag hækkar úr 8,5% í 10,0% þann 01.07.2017.

Launagreiðanda ber að tilkynna hlutaðeigandi lífeyrissjóðum ef þeim ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra hafa látið af störfum skv. 4. mgr 7 gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Séreign


Frá og með 1. júlí 2014 er allt að 4% af eigin framlagi launafólks frádráttarbært frá skatti við innborgun.

Launagreiðendur eru vinsamlegast beðnir um að taka fram sérstaklega í skilagrein ef greitt er í séreignarsparnað.

Sjóður Nr. sjóðs Framlag launþega Mótframlag launagreiðanda
Séreignarsjóður X431 Allt að 4% 2%

VIRK - Starfsendurhæfing


Launagreiðendum ber að standa skil á gjaldi til VIRK vegna alls starfsfólks, eigenda og stjórnenda fyrirtækja og vegna sjálfstæðra atvinnurekenda. Iðgjaldið er reiknað út frá sama iðgjaldastofni og lífeyrissjóður.

Birta lífeyrissjóður innheimtir endurhæfingargjaldið samhliða lífeyrissjóðsiðgjöldum. 

Sjóður Nr. sjóðs Gjald
VIRK starfsendurhæfingarsjóður R430 0,10%

Félagstengd iðgjöld


Birta lífeyrissjóður innheimtir eftirfarandi gjöld fyrir neðangreind félög:

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Byggiðn (áður Fagfélagið) 1,0% (F440)* 1,0% (S440) 0,25% (O440) 0,5% (E400)

* 1. júlí 2017 hækkar félagsgjald í Byggiðn, úr 0,7% í 1,0%.

Félag Félagsgjald
Félag atvinnurekenda 0,17% (K989)
Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Menntafélag byggingaiðnaðarins 0,8% (F455)* 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,5% (E401)
Endurmenntunarsjóður blikksmiða 0,8% (F455)* 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,5% (E462)
Fræðsluráð bílgreina (Bílaiðnaf.) 0,8% (F455)* 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,8% (E461)
Félag garðyrkjumanna 0,8% (F455)* 1,0% (S455) 0,25% (0455) -

* 1. apríl 2017 hækkaði félagsgjald hjá Félagi iðn- og tæknigreina, úr 0,7% í 0,8%.

Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til Matvís ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð. Þó skal ekki greitt í endurmenntunarsjóð vegna fólks í nemendafélögum.

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Félag matreiðslumanna 0,9% (F470) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Bakarasveinafélag Íslands 0,9% (F482) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag framreiðslumanna 0,9% (F481) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna 0,9% (F461) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag matartækna 0,9% (F044) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag nema í matvæla- og veitingagreinum 0,9% (F043) 1% (S480) 0,25% (O480) -
Félag Sjúkrasjóður
SART samtök rafverktaka 2%

Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð.

Lágmarksiðgjald einyrkja eða atvinnurekenda með færri en tvo starfsmenn er af reiknuðu endurgjaldi í RSK í flokki D2

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Félag íslenskra rafvirkja 1% (F433) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Rafiðnaðarfélag Norðurlands 1% (F432) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 1% (F439) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Félag rafiðnaðarmanna Suðurlands 1%( (F438) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Félag rafeindavirkja 1% ( F434) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E434)
Félag tæknifólks í rafiðnaði 1% (F054) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E054)
Félag sýningarmanna við kvikmyndahús 1% (F961) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E054)
Félag símamanna* 1% (F636) 1% (S982) 0,25% (O982) 0,5% (E636)
Félag kvikmyndagerðarmanna 1% (F437) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E437)

* Einungis þeir sem starfa hjá Símanum og fyrirtækjum tengd honum. Símamenn sem starfa hjá öðrum fyrirtækjum greiða ekki í þetta félag. 


Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til VM ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð. Þó skal ekki greitt í endurmenntunarsjóð vegna vélstjóra á farskipum.

Vélstjórar á fiskiskipum greiða sérstakt greiðslumiðlunargjald. Í sérkjarasamningum VM við nokkur fyrirtæki og stofnanir er samið um aðrar prósentutölur en fram koma í töflunni hér að neðan.

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Málmiðnaðarmenn og vélstjórar í landi 0,8% (F421) 1,0% (S421) 0,25% (O421) 0,5 % (E460)
Vélstjórar hjá orkufyrirtækjum 0,8% (F421) 1,0% (S421) 0,25% (O421) 1,1% (E421)
Vélstjórar á farskipum 0,8% (F421) 0,5% (S421) 0,25% (O421) -
Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald Greiðslumiðlunargjald
Vélstjórar á fiskiskipum 0,8% (F421) 0,75% (S421) 0,25% (0421) 0,5% (E460)* 0,21% (G921)

*Menntagjald vélstjóra á fiskiskipum er reiknað af kauptryggingu.