Skilagreinar


Við skil á greiðslum þurfa alltaf að fylgja skilagreinar til að hægt sé að skipta greiðslunni rétt niður á starfsfólk. Mælst er til þess að skilagreinar berist sjóðnum með rafrænum hætti enda fljótlegra, hagkvæmara og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.

Þegar sendar eru rafrænar skilagreinar á vefnum er gefinn kostur á því að stofna kröfu sem birtist í heimabanka launagreiðanda. Í öðrum tilvikum þarf að millifæra greiðslu vegna skilagreinar sérstaklega á reikning, sjá greiðsluupplýsingar. Launagreiðendur sem eiga ekki kost á að senda skilagreinar beint úr launakerfum eða af launagreiðendavefnum geta sótt útfyllanlega skilagrein ofar á síðunni, fyllt hana út og sent á tölvupóstfangið skilagreinar@birta.is

Sé starfsfólk launalaust um tíma er mikilvægt að launagreiðandi skili inn núllskilagreinum fyrir starfsfólkið, svo ekki verði farið í ástæðulausar innheimtuaðgerðir.

Rafræn skil iðgjalda


Launagreiðendur eiga kost á að senda skilagreinar rafrænt úr launakerfum eða af launagreiðendavefnum.

Til að komast á launagreiðendavefinn er smellt á hnappinn Launagreiðendavefur efst í hægra horni heimasíðu Birtu lífeyrissjóðs. Valin er innskráning og getur launagreiðandi þá stimplað sig inn með kennitölu reksturs og veflykli eða með rafrænum skilríkjum.

Sótt er um veflykil á launagreiðendavef - innskráning - „Sækja um aðgang að vef.“
Ef sótt hefur verið um veflykil áður, en hann gleymst þá - „Gleymdur veflykill.“
Nýr veflykill verður þá sendur í heimabanka fyrirtækisins.

Rafræn skilríki tengd við fyrirtæki

Rafræn skilríki eru alltaf tengd einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Því þarf Birtu lífeyrissjóði að berast beiðni frá forráðamanni fyrirtækis ef veita skal einstaklingum aðgang að launagreiðendavef með rafrænum skilríkjum.