Séreign inn á lán

Allir sem greiða í séreignarsparnað samkvæmt samningi, á vinnutímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2019 geta nýtt sér skattfrjálsa innborgun  séreignarsparnaðar til lækkunar á húsnæðislánum eða til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að um sé að ræða húsnæði til eigin nota. Athuga skal að ekki verður unnt að nota tilgreinda séreign til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán eða safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa. 

1. júlí 2017 tók nýtt úrræði gildi sem nær til allra sem eru að kaupa sér sína fyrstu fasteign eða vilja byrja að safna sér fyrir fasteign. Aðgerðin er stuðningur til ungs fólks og þeirra sem hafa ekki átt fasteign áður til að auðvelda þeim að eignast húsnæði. Skilyrði er að um sé að ræða húsnæði til eigin nota. 

Hver og einn ætti að íhuga stöðu sína og taka ákvörðun út frá henni. 

Kosturinn við þessar heimildir er að greiðslurnar eru skattfrjálsar. Að jafnaði er hins vegar greiddur tekjuskattur þegar kemur að útgreiðslu valkvæðs séreignarsparnaðar. Ef markmiðið er að greiða upp fasteignalán léttir þetta afborganir og minnkar heildargreiðslubyrði á lánstímanum. 

Hafa ber í huga að séreignarsparnaður er ekki aðfararhæfur og því er ekki hægt að taka hann upp í greiðslur við gjaldþrot. Þegar séreign er greidd inn á höfuðstól láns gildir þetta hins vegar ekki lengur og séreignin getur tapast við gjaldþrot þar sem fasteignin er aðfararhæf. 

Heimildin vegna tímabundinna úrræða nær til inneignar sem myndast hefur vegna launa á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2019.

Vegna kaupa á fyrstu íbúð má nýta samfellt 10 ára tímabil allt frá 1.júlí 2014. 

Sótt er um á leidretting.is og er ein umsókn fyrir hvern einstakling, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar.

Umsækjendur geta fylgst með greiðslum úr valkvæðum séreignarsjóði á yfirlitum sem Birta lífeyrissjóður sendir tvisvar á ári eða á sjóðfélagavef Birtu. Jafnframt er hægt að fylgjast með greiðslum inn á lán á umsóknarsíðunni leidretting.is.

Ef nýta á úrræðið til að greiða inn á höfuðstól skiptir ekki máli hvort lánið er verðtryggt eða óverðtryggt. En ef tekið er óverðtryggt lán má nýta úrræðið bæði til að greiða niður höfuðstól og lækka afborganir lánsins. Mánaðarlegar afborganir af óverðtryggðum lánum eru hærri til að byrja með og því nýtist úrræðið til að létta greiðslubyrði þeirra lána í upphafi.

Nei, lánið hækkar einfaldlega minna en það hefði gert ef ekki hefði verið greitt inn á höfuðstól þess. 

Frjálst er að skipta um húsnæði á þeim tíma og ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán sem tekin eru vegna nýs húsnæðis í staðinn. Skilyrði er að kaup á nýrri íbúð fari fram inn 12 mánaða frá sölu þeirrar íbúðar sem veitti réttinn í upphafi.

Ef umsækjandi einhverra hluta vegna hættir að greiða í séreignarlífeyrissjóð leiðir af sjálfu að ekki er hægt að taka út eða greiða inn á lán vegna launagreiðslna á þeim tíma. Engu að síður telst sá tími sem þannig rof verður á greiðslum til heildartímans sem ráðstöfun er heimil, þ.e. tíu ára tímabilsins. Vari slíkt rof á greiðslum í lengri tíma en tólf mánuði þarf viðkomandi að endurnýja umsókn sína um ráðstöfun hefji hann greiðslu á iðgjöldum á nýjan leik áður en tíu ára samfelldu tímabili er lokið frá því að hann fyrst ráðstafaði iðgjöldum vegna kaupa á fyrstu íbúð.

Lög, reglur og stefnuskjöl

Birta lífeyrissjóður geymir ekki meiri upplýsingar og ekki yfir lengri tíma en nauðsynlegt er til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Í því felst að svo lengi sem tiltekin réttindi eða skyldur verða leidd af persónuupplýsingunum, samkvæmt lögum eða samningi, eru upplýsingarnar varðveittar hjá sjóðnum. Að þeim tíma liðnum er upplýsingunum eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar ef ómögulegt er að eyða upplýsingunum s.s. vegna tæknilegra annmarka eða af öðrum orsökum.

Sem dæmi um geymslutíma persónuupplýsinga má nefna að persónuupplýsingarnar tengdar lífeyrisréttindum eru geymdar svo lengi sem sjóðfélagi eða erfingjar hans eiga virk réttindi hjá sjóðnum eða geta haft uppi slíka kröfu að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Persónuupplýsingar vegna lánveitinga eru geymdar út líftíma lánsins að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Upplýsingar tengdar starfsmannahaldi eru geymdar út ráðningartíma starfsfólks að teknu tilliti til ákvæða fyrningarlaga.

Starfsumsóknir eru geymdar í sex mánuði eftir að þær berast eða ráðið hefur verið í auglýst starf.

Nánari upplýsingar um geymslu- og varðveislutíma gagna sjóðsins má nálgast hjá persónuverndarfulltrúa eða staðgengli hans.

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Birtu byggir á lögmætum grunni, þ.e. ýmist lögbundinni heimild eða á grundvelli upplýsts samþykkis. Sem dæmi um hið fyrrnefnda eru iðgjaldaupplýsingar (nafn, kennitala, heimilisfang, vinnuveitandi, fjárhæð iðgjalds og mótframlags, o.s.frv.) sem sjóðurinn vinnur og varðveitir á grundvelli laga laga um lífeyrissjóði og á grundvelli kjarasamnings. Dæmi um hið síðarnefnda er umsókn um lífeyri eða lánsumsókn.

Í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga grundvallast á samþykki hefur sá sem samþykkið veitti, heimild til að afturkalla samþykki sitt að gættum lögum og reglum sem gilda um starfsemi sjóðsins. Dæmi um slíkt væri afturköllun umsóknar um lán eða lífeyri. Við slíkar aðstæður ber sjóðnum að eyða persónuupplýsingum í vörslu sinni sem fylgdu umsókninni, að gættum lögum og reglum sem gilda um starfsemina.

Skráður einstaklingur, þ.e. sá sem persónuupplýsingarnar varðar getur óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum, óskað eftir að þær verði leiðréttar, þeim eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð eða andmælt vinnslu þeirra eða óskað eftir flutningi gagnanna. Svo fremi sem lög sem gilda um skráningu og vinnslu persónuupplýsinga, lög og reglur um starfsemi lífeyrissjóðsins eða tæknilegir annmarkar standa því ekki í vegi, tekur sjóðurinn slíkar beiðnir til greina.

English

Yes, according to Section 1.4 of Act No. 129/1997 on mandatory pension insurance and the operation of pension funds, all employees and employers or self-employed persons are obliged to secure their pension rights through membership of a pension fund from the age of 16 years until 70 years of age.

An exception to this is when a foreign national within the European Economic Union area is an employee of an overseas company and works in Iceland temporarily, i.e. a maximum of 12 months. In such a case, he is not under obligation to pay premiums into a pension fund in accordance with Icelandic legislation, provided that he has an E-101 form from his home country. The E-101 form is certification that the employee is insured in accordance with the social security legislation of his home country.

Foreign nationals are encouraged to contact Birta pension funds consultants and explore their obligations and rights.

According to Section 19.4 of Act No 129/1997, on mandatory pension insurance and the operation of pension funds, pension contributions of foreign nationals emigrating from Iceland may be reimbursed, provided this is not prohibited in accordance with international agreements to which Iceland is a party.

 • Reimbursement can not be limited to a specific portion of the contributions except on proper actuarial premises. This means that a pension fund may retain the part of the paid premium that is equivalent to the fee for the entitlements that the said individual has enjoyed in the fund while he contributed to it (invalidity, spouse or child pension).
 • Reimbursements are subject to taxation. In cases where an individual has emigrated from Iceland and where double taxation avoidance treaties apply between the country where the individual is resident and Iceland, the double taxation avoidance treaty shall determine whether the income is subject to taxation in Iceland or not. According to the provisions of most double taxation avoidance treaties, full tax obligation applies in Iceland for such reimbursements, as these payments are regarded as income accrued from employment in Iceland.

Foreign nationals are encouraged to contact Birta pension funds consultants and explore their obligations and rights.

Örorkulífeyrir

Sjóðfélagar sem verða fyrir orkuskerðingu sem nemur a.m.k. 50% og hefur varað lengur en 6 mánuði, sem verða fyrir sannanlegu tekjutapi vegna þess, eiga rétt á örorkulífeyri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

Sjóðfélagar eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs og kanna rétt sinn til örorkulífeyris.

Já. Ef orkutapið varir lengur en 6 mánuði. 

Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu þrjá mánuði eftir orkuskerðingu. Þá getur verið gott að kanna rétt til veikindalauna frá launagreiðanda sem og rétt í sjúkrasjóði stéttarfélags. Greiðslum er haldið áfram á meðan tekjur viðkomandi eru lægri en fyrir orkuskerðinguna en hætta þegar viðkomandi nær heilsu á ný. 

Við hvetjum þig til að hafa samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs til að kanna rétt þinn til örorkulífeyris.

Skila þarf inn umsókn, tekjuáætlun, ítarlegu læknisvottorði, afriti af skattframtölum síðustu fjögurra ára fyrir orkutap og fram til dagsins í dag. Einnig þarf vottorð frá Hagstofu Íslands vegna barna yngri en 18 ára sem ekki eru búsett hjá sjóðfélaga, sé réttur til barnalífeyris til staðar. 

Það getur tekið 2-3 mánuði frá því umsókn berst sjóðnum með öllum gögnum þar til greiðslur fara að berast.

Örorkulífeyrir er greiddur eftir á, síðasta virkan dag mánaðar. 

Örorkulífeyrir er ekki greiddur fyrir fyrstu þrjá mánuði eftir orkuskerðingu og ekki ef orkuskerðing hefur varað skemur en sex mánuði. 

Nei. Örorkulífeyrir er alltaf greiddur út mánaðarlega. 

Tvennt kemur til greina sem ástæða fyrir lækkun örorkulífeyris:

 1. Örorkulífeyri er eingöngu ætlað að bæta tekjutap vegna örorku. Núverandi tekjur geta því skert lífeyrinn og er það algengasta ástæða lækkunar.
 2. Ef breyting verður á örorkuhlutfalli, t.d. ef það lækkar úr 100% í 75%, skerðist lífeyrir í hlutfalli við það.

Við hvetjum þig til að hafa samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs og kanna ástæður lækkunar.

Sjóðsstjórn metur hve lengi réttur er til örorkulífeyris, að fengnu áliti trúnaðarlæknis.

 • Ef um tímabundna örorku er að ræða falla greiðslur niður að þeim tíma liðnum, nema skilað sé nýju vottorði sem sýnir áframhaldandi örorku. 
 • Meti trúnaðarlæknir örorkuna varanlega er örorkulífeyrir greiddur til 67 ára aldurs. Eftir það taka eftirlaun við. 

Réttur til örorkulífeyris fellur niður fari örorkuhlutfall niður fyrir 50%. Hið sama gildir ef tekjur eftir orkuskerðingu eru hærri en fyrir orkuskerðingu.

Eftirlaunalífeyrir

 • Greiðsla eftirlauna miðast við 67 ára aldur og eru þau síðan greidd mánaðarlega til æviloka.
 • Heimilt er að hefja töku eftirlauna áður en 67 ára aldri er náð, þó ekki fyrr en eftir sextugt.
 • Eftirlaun lækka ef byrjað er að greiða þau fyrir 67 ára aldur.

Já. Heimilt er að fresta töku eftirlauna til 72 ára aldurs. Upphæð þeirra hækkar þá í samræmi við ákvæði í samþykktum sjóðsins þar sem eftirlaun eru þá greidd í skemmri tíma en ella.

Lög um skiptingu eftirlaunaréttinda taka til þeirra sem eru í hjúskap eða óvígðri sambúð. Hægt er að skipta réttindum á þrennan hátt, enda sé öðrum skilyrðum um aldur og heilsufar fullnægt: 

 • Eftirláta maka sínum hluta áunninna réttinda (þarf að gerast fyrir 65 ára aldur).
 • Skipta framtíðariðgjöldum (þarf að gerast fyrir 65 ára aldur).
 • Skipta greiðslum eftir að taka eftirlauna hefst.

Nei. Báðir aðilar þurfa að skipta réttindum.

Jafnvel þó að maki þinn eigi ekki nein eftirlaunaréttindi skal skiptingin vera gagnkvæm og getur maki fengið allt að helming réttinda þinna.

Nei. Skiptingin þarf að vera jöfn hjá báðum aðilum, þ.e.a.s. hvor aðili á að fá sama hlutfall frá hinum. Ef makinn á t.d. að fá 40% af mínum réttindum verður hann að láta mig fá 40% af sínum réttindum o.s.frv.

Þá hefur þú  afsalað þér helming af áunnum réttindum þínum til frambúðar en færð á móti helminginn af áunnum eftirlaunaréttindum maka þíns. Um greiðslu makalífeyris fer hins vegar eftir samþykktum lífeyrissjóðsins sem maki þinn greiddi til. Makalífeyrir helst óbreyttur, hann hvorki hækkar né lækkar þó búið sé að skipta áunnum eftirlaunaréttindum.

Maki þinn fær greiddan makalífeyri eftir þig úr sjóðnum, en auk þess fær hann sinn helming af þegar áunnum eftirlaunaréttindum þínum.

Nei. Lífeyrisgreiðslur skattleggjast í öllum tilvikum hjá viðtakanda greiðslnanna.

 

Já. Ef um er að ræða samkomulag um skiptingu framtíðarréttinda bera aðilar hvor um sig ábyrgð á því að tilkynna þær til nýrra sjóða.

Þegar um er að ræða skiptingu á núverandi eftirlaunagreiðslum og framtíðarréttindum getur hvor aðili um sig sagt upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. Skipting áunninna eftirlaunaréttinda er hins vegar ekki afturkallanleg nema með samþykki allra sjóða sem málið varðar. 

Skyldusparnaður

Skylduiðgjald er lögbundið lágmark sem greiða skal í lífeyrissjóð. Fram til ársins 2016 var skylduiðgjald 12%, þ.e. 4% eigið framlag launafólks og 8% framlag launagreiðanda. Í byrjun árs 2016 voru samþykktir nýir kjarasamningar og samkvæmt þeim hækkar framlag launagreiðanda í lífeyrissjóði í þremur eftirfarandi skrefum:

 • Frá 1. júlí 2016: 8,5%
 • Frá 1. júlí 2017: 10,0%
 • Frá 1. júlí 2018: 11,5%

Með hækkun skylduiðgjalds úr 12% í 15,5% er stefnt að því að eftirlaun úr almennum lífeyrissjóðum hækki úr 56% af þeim launum sem greitt var af í lífeyrissjóð, í 72%. Forsenda þessa er að greitt hafi verið í lífeyrissjóð í 40 ár. Rof í iðgjaldasögu getur leitt til lægra lífeyrishlutfalls.

Á sjóðfélagaveg Birtu lífeyrissjóðs er að finna Lífeyrisgáttina sem veitir upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði.

Á sjóðfélagavefnum eru einnig upplýsingar um innborganir og ávöxtun á séreignarsparnaði Birtu lífeyrissjóðs, skil launagreiðanda á iðgjöldum og eftirstöðvar sjóðfélagalána.

Núverandi réttindakerfi er aldurstengt. Aldurstengd ávinnsla réttinda þýðir að yngri sjóðfélagar fá meiri réttindi en eldri fyrir sama iðgjald. Það byggist á því að verðmæti iðgjaldanna eykst eftir því sem þau ávaxtast lengur hjá lífeyrissjóðnum.

Nei. Eingöngu sjóðfélagar sem greiddu til Sameinaða lífeyrissjóðsins árið 2005 eiga rétt á viðmiðunariðgjaldi hjá Birtu lífeyrissjóði.

 • Réttur til viðmiðunariðgjalds kemur fram á sjóðfélagavef Birtu og á sjóðfélagayfirlitum sem send eru út tvisvar á ári. Viðmiðunariðgjaldið er bæði birt eins og það stóð í upphafi og einnig uppreiknað með vísitölu neysluverðs.
 • Farðu á sjóðfélagavef Birtu og skoðaðu réttindi þín á einum stað.

Nei. Viðmiðunariðgjald sem sjóðfélagi á hjá Birtu lífeyrissjóði eru ekki réttindi sem hægt er að færa til annarra lífeyrissjóða. Því er lögð áhersla á að sjóðfélagar kanni verðmæti þessa réttar skipti þeir um starf eða hyggjast af öðrum ástæðum greiða til annars lífeyrissjóðs. Verðmæti viðmiðunariðgjalds eykst með aldri og veitir t.d. 74% meiri réttindin fyrir 66 ára launafólk en aldurstengd ávinnsla réttinda.

Séreignarsparnaður

Séreignarsparnaður er þín eign

Valkvæður séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. Greiða má séreignarsparnað til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða. 

Lífeyrissparnaður er lögbundinn réttur þinn

Lögbundinn lífeyrissparnaður myndar rétt til ævilangs eftirlaunalífeyris auk réttar til örorku-, maka- og barnalífeyris. Í réttindaákvæðum Birtu lífeyrissjóðs er kveðið á um hvernig réttindum er skipt milli sjóðfélaga og eftir atvikum, barna þeirra og maka. 

Launafólki kann að vera skylt að greiða lögbundinn lífeyrissparnað í ákveðinn lífeyrissjóð samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Flestir eiga lífeyrisréttindi í fleiri en einum sjóði, en ekki er heimilt að flytja almenn lífeyrisréttindi á milli lífeyrissjóða. 

Vegna mótframlags launagreiðanda og hagstæðrar skattlagningar stenst enginn sparnaður samanburð við séreignarsparnað. Þeir sem nýta sér ekki möguleika til séreignarsparnaðar eru í raun að missa af umsömdum kjarabótum. 

Það er einfalt að byrja séreignarsparnað. Fylla þarf út samning um séreignsparnað á Mín Birta og senda til sjóðsins. Í framhaldinu sendum við afrit af samningnum ásamt bréfi til launagreiðanda sem sér um að draga séreignarsparnað af launum og stendur skil á honum til lífeyrissjóðs.

Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu, viðhorfi til áhættu auk þess sem sérstakar aðstæður hvers og eins geta skipt máli. Í stað þess að horfa á skammtímasveiflur ætti frekar að huga að því hvort fjárfestingarstefnan sé skynsamleg og þá er átt við markmið, fjárfestingartíma, áhættuþol, fjárhagslega stöðu og aðrar aðstæður. 

Birta lífeyrissjóður býður þrjár sparnaðarleiðir, þær eru blönduð leið, skuldabréfaleið og innlánsleið.

Á sjóðfélagavefnum geturðu séð núverandi inneign og ávöxtun séreignarsparnaðarins. Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur tvisvar á ári en mikilvægt er að  fara yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. 

Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

Séreignarsparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri, að því gefnu að a.m.k. tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu séreignar vegna örorku eða fráfalls eiganda séreignarsparnaðarins. 

Eftir að samningur hefur verið gerður um séreignarsparnað þá er launagreiðandi skyldugur til að draga iðgjöldin frá launum og greiða til lífeyrissjóðsins. Ef að launagreiðandi greiðir iðgjöldin ekki á réttum tíma eða næsta mánuði á eftir launatímabil er sjóðnum heimilt að innheimta dráttarvexti.

Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

Verði launagreiðandi gjaldþrota ábyrgist Ábyrgðarsjóður launa vangreiddar greiðslur í séreignarsparnað, allt að 4% framlagi.

Tilgreind séreign

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. 

 • Sjóðfélögum gefst kostur á að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í svokallaða tilgreinda séreign, allt að 3,5% frá 1. júlí 2018. 
 • Tilgreinda séreign er ekki unnt að nota til í sérstök úrræði eins og að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
 • Hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur.

Valfrjáls séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. 

 • Þegar þú greiðir 2% eða 4% af launum í séreignarsparnað greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.
 • Séreignarsparnað má greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða. 
 • Unnt er að nota séreignarsparnað í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa. 
 • Hægt að byrja að taka út við 60 ára aldur.

Nei tilgreind séreign býðst eingöngu þeim sem eiga aðild að kjarasamningum ASÍ og SA. 

Einfalt og þægilegt er að senda tilkynningu með rafrænum skilríkjum á Mín Birta eða prenta hana út og skila á skrifstofu sjóðsins. Berist okkur engin tilkynning mun lífeyrisiðgjald umfram 12% renna í samtryggingu viðkomandi.

Iðgjaldi er ráðstafað í tilgreinda séreign frá þeim tíma að sjóðnum berst upplýst samþykki með sérstakri tilkynningu. Tilkynningin er ekki afturvirk.

Lífeyrissjóðurinn gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við ákvörðun sjóðfélaga eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur almanaksmánuðum frá því að tilkynning berst með sannanlegum hætti.

Nei. Hækkun lífeyrisiðgjalds rennur sjálfkrafa í samtryggingu viðkomandi sé lífeyrissjóðnum ekki tilkynnt um annað.

Nei. Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa

Hvað launagreiðendur snertir hækkar lífeyrissjóðsiðgjald þeirra úr 10,0% í 11,5% þann 1. júlí 2018. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 15,5%. Launagreiðandi skilar iðgjaldi til lífeyrissjóðs.

Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá og með 62 ára aldri. Greiðslum skal þá dreifa að lágmarki til fimm ára eða til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Í dag miðast fjárhæðin við u.þ.b. 1.300.000 kr.

Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu tilgreindu séreignarinnar vegna örorku eða fráfalls eiganda. Gilda þá sömu reglur um útgreiðslu og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.