04.12.2019

Afgreiðsla og opnunartími í desember

Umsóknir um útborgun lífeyris, hvort heldur sem er úr séreignar- eða samtryggingardeild, þurfa að berast sjóðnum í seinasta lagi föstudaginn 13. desember, svo öruggt sé að þær nái afgreiðslu í desember og til útborgunar komi í lok mánaðar.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar:

Aðfangadagur - lokað

Jóladagur - lokað

Annar í jólum - lokað

Föstudagur 27. desember - opið kl. 09-15

Mánudagur 30. desember - opið kl. 09-16

Gamlársdagur - lokað

Nýársdagur - lokað

Fimmtudagur 2. janúar - opið kl. 09-16

Þá daga sem starfsemi sjóðsins er í lágmarki bendum við á að rafrænar umsóknir og eyðublöð eru aðgengileg á heimasíðunni. Senda má fyrirspurnir á netfangið birta@birta.is. Fyrirspurnum og skilaboðum verður svarað næsta opnunardag.

jóla