Lokað verður fyrir heimsóknir á skrifstofur Birtu frá og með fimmtudeginum 25. mars en starfsfólk sinnir áfram verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að Covid-19 smitum fór að fjölga að nýju í samfélaginu.
Á meðan á lokuninni stendur hvetur Birta sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu eða leita upplýsinga í síma.
Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi. Þar er einnig að finna upplýsingar um innborganir og ávöxtun séreignarsparnaðar hjá Birtu, skil launagreiðanda á iðgjöldum og greiðslum til sjóðsins.
Launagreiðendavefur: Þar er að finna helstu upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins.
Rafrænar umsóknir: Þar er hægt að nálgast umsóknir og skila þeim inn með rafrænum skilríkjum.