Stjórn Birtu samþykkti síðast breytingar á lánareglum þann 24. nóvember 2022 og tóku þær gildi frá 1. janúar 2023.
Lánsrétt eiga, að uppfylltum öðrum skilyrðum lánareglna:
Sjóðfélagar geta valið um:
Sjóðfélagalán eru fasteignaveðlán sem veitt eru á grundvelli laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016. Sjóðurinn veitir ekki lán tengd erlendum gjaldmiðlum í skilningi laganna auk þess sem hann veitir ekki lánaráðgjöf í skilningi laganna.
2.1. Verðtryggð lán
2.1.1. Verðtryggð lán með föstum vöxtum
Stjórn tekur ákvörðun um fasta verðtryggða vexti. Fastir vextir taka ekki breytingum yfir lánstíma.
2.1.2. Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum
Breytilegir vextir taka breytingum á 3 mánaða fresti, þ.e. 1. dag mánaðar í upphafi hvers ársfjórðungs, og eru 0,70 prósentustigum hærri en meðalávöxtunarkrafa undangenginna almanaksmánaða á þeim flokki verðtryggðra ríkisbréfa sem lengstan líftíma hefur hverju sinni, er með virka verðmyndun og viðskiptavakt í Kauphöll Nasdaq OMX, nú (RIKS 37 0115) nema stjórn ákveði annað.
2.1.3. Verðtrygging lána
Lán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir lögum samkvæmt.
2.2. Óverðtryggð lán
2.2.1. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum
Breytilegir vextir taka breytingu 1. næsta mánaðar eftir breytingu á meginvöxtum Seðlabanka Íslands, samkvæmt vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar bankans, að viðbættu álagi sem stjórn Birtu ákvarðar á grundvelli skilmála skuldabréfa.
2.3. Afborgunarform
Lántakar geta valið um jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.
3.1. Lágmarkslánsfjárhæð til einstaklings, hjóna eða sambúðaraðila er 1.000.000 kr. en hámarksfjárhæð 65.000.000 kr. Sjóðnum er heimilt að fallast á hærri lánsfjárhæð sé um að ræða endurfjármögnun lána frá Birtu.
3.2. Lífeyrissjóðurinn greiðslumetur alla umsækjendur samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda, gildandi reglugerðum og reglum sjóðsins. Niðurstaða greiðslumats getur eftir atvikum leitt til þess að umsókn sé hafnað eða lánsfjárhæð lækkuð. Sjóðurinn áskilur sér rétt til þess að hafna lánsumsókn þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu greiðslumats standist sjóðfélagi ekki viðmið um hámarks greiðslubyrðarhlutfall fasteignaveðlána eða af öðrum ástæðum. Sjóðurinn áskilur sér rétt til þess að hafna lánsumsókn ef lántaki er með laka lánshæfiseinkunn eða er á vanskilaskrá.
4.1. Lánstími er 5 til 40 ár.
4.2. Gjalddagar eru 12 á ári, fyrsta hvers mánaðar.
4.3. Heimilt er að greiða lán með breytilegum vöxtum upp án uppgreiðslugjalds. Fastvaxta lán tekin 1. desember 2016 og síðar, bera 1% uppgreiðslugjald í fimm ár frá útgáfu en eftir það er ekki uppgreiðslugjald. Uppgreiðslugjald er þó aldrei hærra en lög heimila á uppgreiðsludegi. Heimilt er að ráðstafa séreign inn á lán án uppgreiðslugjalds, auk þess sem heimilt er að greiða lán niður um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli án uppgreiðslugjalds. Í tilvikum eldri fastvaxta lána gilda skilmálar skuldabréfa hvað uppgreiðsluákvæði varðar.
5.1. Fasteignaveð þarf að vera í eigu lántaka eða liggja fyrir samþykkt kauptilboð eða kaupsamningur sem lántaki er aðili að og ber með sér að viðkomandi mun eignast viðkomandi eign. Aðeins er heimilað veð sem er í fullri eign lántaka eða í sameign við maka eða 100% eign hjúskaparmaka þar sem ekki liggur fyrir kaupmáli, þar sem veðið er skráð séreign maka.
5.2. Veðsetning getur verið allt að 65% af fasteignamati eða kaupverði, sé um fasteignaviðskipti að ræða. Þó getur sjóðfélagi fengið allt að 75% kaupverðs að láni, sé um fyrstu fasteignakaup að ræða. Lánsfjárhæð takmarkast einnig við 90% af samanlögðu brunabóta- og lóðarmati, en 100% við fyrstu kaup, fari veðsetning yfir 65%. Veðsetning frá öðrum lánveitanda framar í veðröð má ekki vera umfram 20% af virðismati, þó að hámarki 30.000.000 kr., nema um endurfjármögnun á lánum sem þegar eru framar í veðröð sé að ræða enda hækki það ekki veðhlutfall Birtu.
5.3. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að gera ríkari veðkröfur þyki ástæða til og eins áskilur sjóðurinn sér rétt til þess að kalla eftir verðmati löggilts fasteignasala á kostnað lántakanda. Í þeim tilvikum er rukkað við útborgun láns ef til lánveitingar kemur. Ef nýlegt kaupverð er lægra en fasteignamat hefur sjóðurinn heimild til þess að styðjast við kaupverð í veðútreikningi í stað fasteignamats.
5.4. Lánað er gegn veði í íbúðarhúsnæði skráðu á Íslandi. Alla jafna er gerð krafa um að eign sé að lágmarki á byggingastigi 6 og matsstigi 8 og komið sé lögboðið brunabótamat á eignina. Fasteign í smíðum telst þó veðhæf þegar fokheldi er náð, gegn framvísun smíðatryggingar. Eins getur þurft staðfestingu/verðmat frá löggiltum fasteignasala í samráði við sjóðinn.
5.5. Ekki er lánað gegn veði í ósamþykktu húsnæði né heldur húsnæði sem fellur undir félagslega íbúðakerfið.
5.6. Ekki er lánað út á fasteign sem ætluð er til útleigu nema að uppfylltum skilyrðum um greiðslugetu að undanskildum leigutekjum.
Áður en gengið er frá lánveitingu sendir sjóðurinn til rafrænnar undirritunar, eða afhendir til undirritunar á pappír, sé þess óskað, kynningagögn um neytendalánið svo umsækjendur geti tekið upplýsta ákvörðun um lántökuna, sbr. 13. gr. laga um fasteignalán til neytenda. Þar er m.a. að finna upplýsingar um sögulega þróun verðlags og vaxta og áhrif þeirra þátta á breytingar á höfuðstól og greiðslubyrði sbr. 14. gr. sömu laga.
Reglurnar voru staðfestar af stjórn Birtu lífeyrissjóðs 24. nóvember 2022 og koma í stað eldri reglna, dags. 16. desember 2021 og gilda frá 1. janúar 2023 og eru háðar fyrirvaralausum breytingum af hálfu stjórnar sjóðsins.