Lög, reglur og stefnuskjöl


Eigendastefna


Stjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur sett sér eigendastefnu. Er stefnunni ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta og umhverfislegra- og félagslegra þátta í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í á hverjum tíma.

Samskipta- og siðareglur


Fjárfestingarstefna


Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð í samræmi við reglugerð nr. 916/2009 um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Stefnan er ákvörðuð af stjórn sjóðsins og fjárfestingaráði í samræmi við góða viðskiptahætti, með hliðsjón af fjárfestingarheimildum í samþykktum sjóðsins, fjárfestingarreglum og þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.

Séreignardeild PDF - 4,5 MB

Ábyrgar fjárfestingar


Birta lífeyrissjóður er aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment). Reglurnar voru samdar af leiðandi lífeyrissjóðum og eignavörslufyrirtækjum víða um heim í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum Vesturlanda undirgengist reglurnar.

Reglurnar eru leiðbeinandi fyrir stofnanafjárfesta um allan heim og fela í sér að þátttakendur skuldbinda sig til að taka tillit til umhverfislegra og félagslegra þátta við fjárfestingar sínar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti fyrirtækja sem fjárfest er í. Þar með falla reglurnar almennt vel að hlutverki og eðli lífeyrissjóða enda hafa þeir þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki að gegna og almenningur gerir kröfu um að þeir axli samfélagslega ábyrgð. Sérstök vefsíða hefur verið gerð um reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, en þar má m.a. sjá lista þeirra fyrirtækja og sjóða sem eru þegar aðilar að þeim auk reglnanna sjálfra og annars tengds efnis.

Áhættustefna


Lífeyrissjóðum ber skylda til að koma upp heildaráhættustýringu, sbr. ákvæðum laga og reglugerða, auk þess sem almenn viðskipta- og neytendasjónarmið kalla á hana. Áhættustefna Birtu byggir á ákvæðum laga, reglugerða og leiðbeinandi tilmælum FME. Auk þess er stuðst við tilmæli OECD/IOPS er varðar áhættustjórnkerfi lífeyrissjóða.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna


Stjórn Birtu lífeyrissjóðs setti reglur um hæfi lykilstarfsmanna í samræmi við leiðandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins. 

Reglurnar voru samþykktar í stjórn sjóðsins 26. október 2017.

Lög og reglugerðir


Sett lög frá Alþingi

Reglur FME


Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, fme.is, er að finna tæmandi yfirlit yfir lög, reglur og leiðbeinandi tilmæli sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða.