Barnalífeyrir


Við örorku eða fráfall sjóðfélaga getur skapast réttur til barnalífeyris hjá Birtu lífeyrissjóði.

Barnalífeyrir greiðist til barna sjóðfélaga til 18 ára aldurs. Sömu réttindi gilda um fóstur og stjúpbörn hafi sjóðfélaginn séð um framfærslu þeirra að mestu eða öllu leyti. Samþykktir Birtu lífeyrissjóðs gilda við úrskurð barnalífeyris.

  • Til að eiga rétt til barnalífeyris þarf að hafa greitt til sjóðsins a.m.k. 24 af síðustu 36 mánuðum fyrir fráfall eða orkuskerðingu. 

 

Umsóknarferli


Það getur tekið 1-2 mánuði, frá því umsókn berst sjóðnum með öllum gögnum, þar til greiðslur fara að berast.

Sótt er um barnalífeyri í umsókn um makalífeyri eða örorkulífeyri, sem skila skal inn útfylltri og undirritaðri til skrifstofu sjóðsins.

 

Greiðslur


Barnalífeyrir greiðist sjóðfélaga samhliða örorku en barni ef greitt er við fráfall sjóðfélaga

Fullur barnalífeyrir er 21.643 krónur á mánuði fyrir hvert barn, miðað við janúar 2017. Barnalífeyrir breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. 

  • Við útgreiðslu barnalífeyris dregst staðgreiðsla skatts frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.