Vextir og lánakjör


Birta lífeyrissjóður býður upp á fjölbreytt og hagstæð lánakjör með allt að 65% veðhlutfalli. Hámarkslán er 50 milljónir fyrir hjón/maka/sambúðaraðila samanlagt og tekur jafnframt mið af veðrými, mati á lánshæfi og greiðslugetu umsækjanda, sbr. lánareglur sjóðsins. Lágmarkslán er 1.000.000,- kr.

 • Veðsetning er allt að 65% af virði viðkomandi eignar.
 • Heildarveðsetning má aldrei fara yfir 90% af samanlögðu brunabótamati og lóðamati.
 • Lánstími er 5-40 ár að vali lántaka. Gjalddagar eru 12 á ári.
 • Frekari skilyrði fyrir lánveitingu er að finna í lánareglum Birtu lífeyrissjóðs.

Lántakendur geta valið milli óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum og verðtryggðra lána með breytilegum eða föstum vöxtum. Einnig er val milli jafnra greiðslna af láni og jafnra afborgana af láni.

Verðtryggð lán


Verðtryggð lán hafa lægri greiðslubyrði í upphafi heldur en óverðtryggð lán, en hægari eignamyndun. Vextir og höfuðstóll taka tillit til breytinga á verðlagi með breytingum á vísitölu neysluverðs. Birta lífeyrissjóður býður upp á verðtryggð lán með breytilegum eða föstum vöxtum.

3,6%
frá 1. des 2016

Fastir vextir

Allt að 65% veðsetning

2,68%
frá 1. okt 2018

Breytilegir

Allt að 65% veðsetning

 • Fastir vextir eru með stöðugri greiðslubyrði milli mánaða en mögulega hærri vaxtagreiðslur að jafnaði, vegna áhættuálags, auk þess sem vextirnir gætu verið of háir, lækki verðbólga. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um fasta verðtryggða vexti. Gerð er krafa um 1. veðrétt þegar um er að ræða fasta vexti. Sjóðurinn innheimtir 1% uppgreiðslugjald af umframgreiðslum inn á lán sem bera fasta vexti, fyrstu 5 ár af líftíma skuldabréfs. Ekki er innheimt uppgreiðslugjald ef umframgreiðsla nemur lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli í samræmi við lög nr. 33/2013.
 • Breytilegir vextir hafa lægri vaxtagreiðslur að jafnaði, en geta hækkað ört ef verðbólga hækkar. Taka breytingum á þriggja mánaða fresti, þ.e. 1. hvers mánaðar í upphafi hvers ársfjórðungs og eru 0,70 prósentustigum hærri en meðalávöxtun undangengins almanaksmánaðar á nýjasta flokki íbúðabréfa til 30 ára (HFF150644) skráð í Kauphöll Nasdaq OMX. Hægt er að greiða lán með breytilegum vöxtum upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds.

Vaxtaþróun

Þróun breytilegra vaxta verðtryggðra lána

Óverðtryggð lán


Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er hærri yfir lánstímann heldur en á verðtryggðum lánum en eignamyndun er hraðari. Greiðslubyrðin er breytileg og getur sveiflast til hækkunar eða lækkunar. Birta lífeyrissjóður býður upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.

5,35%
Frá 4. október 2017

Breytilegir vextir

Allt að 65% veðsetning

 • Breytilegir vextir hafa lægri vaxtagreiðslur að jafnaði, en geta hækkað ört ef verðbólga hækkar. Við ákvörðun vaxta og vaxtabreytinga er horft til stýrivaxta Seðlabanka Íslands með 1,1% álagi, nema stjórn ákveði annað.

Vaxtaþróun

Þróun breytilegra vaxta óverðtryggðra lána

Jafnar greiðslur


Greiðslubyrði jafngreiðslulána helst stöðug yfir lánstímann ef vextir eru fastir eða sveiflast lítið en afborganir af höfuðstól lánsins eru lágar til að byrja með á sama tíma og vaxtagreiðslur eru háar. Eignamyndun er því hæg í upphafi en eykst eftir því sem líður á lánstíma.

 • Léttari greiðslubyrði við lántöku getur gefið aukið svigrúm við fasteignakaup.
 • Léttari greiðslubyrði í byrjun getur auðveldað töku óverðtryggðs láns.
 • Höfuðstóll greiðist hægar niður í samanburði við lán með jöfnum afborgunum.

Jafnar afborganir


Lán með jöfnum afborgunum greiðast hraðar niður en lán með jöfnum greiðslum, á móti kemur að greiðslubyrðin er mun þyngri framan af lánstímanum. Eignamyndun er jöfn yfir lánstímann þar sem sama afborgun leggst inn á höfuðstól lánsins.

 • Greiðslubyrði lækkar eftir því sem líður á lánstímann.
 • Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls lækkar heildarkostnað vegna lántöku.