Tilgreind séreign


Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Sjóðfélögum, sem eru aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, gefst kostur á að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í svokallaða tilgreinda séreign.

 • Sjóðfélagar geta óskað eftir því að ráðstafa öllu sínu iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreign. Þá verður það 2% fram til 1. júlí 2018 en hækkar eftir það í allt að 3,5%.
 • Þegar framlagi umfram 12% skylduframlag er ráðstafað að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign verða iðgjöld sem renna í samtryggingu lægri en ella. Því verður áunninn réttur til ævilangs lífeyris lægri sem því nemur. Sama gildir um rétt til áfallatrygginga s.s. örorku-, maka- og barnalífeyris.
 • Innstæða í tilgreindri séreign er erfanleg í samræmi við reglur erfðalaga.
 • Hægt verður að byrja að taka út tilgreinda séreign við 62 ára aldur en ekki við sextugt eins og gildir um annan séreignarsparnað.
 • Tilgreinda séreign verður ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.

 

Tilgreind séreign eða samtrygging?


Val um það hvort iðgjald skuli renna í tilgreinda séreign í stað samtryggingardeildar er undir ákvörðun sjóðfélaga komið.

 

Til upplýsinga eru hér dregin fram nokkur atriði sem lúta að mun á samtryggingarréttindum í samtryggingardeild annars vegar og tilgreindri séreign hins vegar.  Við hvetjum alla til að prófa nýju reiknivél Birtu sem sýnir fjárhæðir miðað við mismunandi hlutfall heildarframlags í­ samtryggingu, tilgreinda séreign og hefðbundinn séreignarsparnað. 

Réttindi í samtryggingardeild

Með greiðslum iðgjalda aflar sjóðfélagi sér réttinda til eftirlauna- og örorkulífeyris og maka og börnum sínum rétt til maka- og barnalífeyris og eftir atvikum fjölskyldubóta eftir því sem kveðið er á í greinum 12 til 15A í samþykktum sjóðsins og réttindatöflum sjóðsins I til III sem birtar eru í viðauka við samþykktirnar. 

Ávinnsla réttinda ræðst af aldri sjóðfélaga í lok þess launamánaðar sem iðgjald er greitt af til lífeyrissjóðsins. Réttindin eru verðtryggð og breytast í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá þeim launamánuði sem iðgjald er greitt af. Samhengi er á milli fjárhæðar greiddra iðgjalda og þeirra réttinda sem sjóðfélagi ávinnur sér í samtryggingardeild. Af því leiðir að ef sjóðfélagi ákveður að ráðstafa hluta af iðgjaldi í tilgreinda séreign í stað samtryggingardeildar ávinnur hann sér minni tryggingarréttindi í samtryggingu en að sama skapi meiri réttindi í tilgreindri séreign. 

Sjóðfélagar sem eiga rétt á viðmiðunariðgjaldi frá Sameinaða lífeyrissjóðnum er heimilt að greiða áfram til samtryggingardeildar í jafnri ávinnslu skv. þeim réttindareglum og réttindatöflu sem voru í gildi fyrir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Upplýsingar um iðgjald til jafnrar réttindaávinnslu má nálgast hjá skrifstofu sjóðsins eða á sjóðfélagavef viðkomandi sjóðfélaga.

 • Eftirlaunalífeyrir - er greiddur til æviloka. Almennur lífeyrisaldur er 67 ár en unnt er að flýta eða seinka töku lífeyris í samræmi við samþykktir sjóðsins. 
 • Örorkulífeyrir - Sjóðfélagi sem ekki er orðinn 67 ára og verður fyrir orkutapi, í samræmi við nánari ákvæði samþykkta sjóðsins, á rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum í samræmi við áunnin réttindi fram að orkutapi, enda hafi hann greitt í lífeyrissjóð í samtals 24 mánuði og sannanlega orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum á sjóðfélagi rétt á framreikningi örorkulífeyrisréttinda auk áunninna réttinda í samræmi við nánari ákvæði samþykkta sjóðsins. Framreikningsréttur er til viðbótar við áunninn rétt miðað við þau réttindi sem sjóðfélaginn hefði áunnið sér til 65 ára aldurs hefði hann greitt til sjóðsins. Framreikningur tekur mið af meðaltali réttindaávinnslu hans næstu fjögur almanaksár fyrir orkutapið. 
 • Makalífeyrir - Nú andast sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjald til sjóðsins í að minnsta kosti 24 mánuði á síðustu 36 mánuðum eða 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum, eða sem naut eftirlauna- eða örorkulífeyris úr sjóðnum,  þá á eftirlifandi maki hans rétt til lífeyris úr sjóðnum samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Upphæð makalífeyris nemur 50% af lífeyrisréttindum sjóðfélaga og nær það bæði til áunnins réttar og mögulegs framreikningsréttar sbr. nánari reglur í samþykktum sjóðsins. Óskertur makalífeyrir er greiddur eftirlifandi maka í minnst 36 mánuði. Eftirlifandi maki fær ávallt greiddan makalífeyri þar til yngsta barn sem var á framfæri sjóðfélagans nær 19 ára aldri enda sé það á framfæri makans. Réttur til makalífeyris fellur niður, ef makinn stofnar til hjúskapar eða óvígðrar sambúðar sem jafna má til hjúskapar. 
 • Barnalífeyrir - Börn og kjörbörn er sjóðfélagi lætur eftir sig eiga rétt á lífeyri úr sjóðnum til 18 ára aldurs samkvæmt nánari reglum í samþykktum sjóðsins. 

Meðal áhættuþátta í samtryggingardeild er svonefnd lýðfræðileg áhætta sem felur m.a. í sér líkur á langlífi sjóðfélaga, örorkutíðni hjá sjóðfélögum sem og hjúskapartíðni og barneignum sjóðfélaga almennt. Einnig eru réttindi í samtryggingu háð ávöxtun eigna samtryggingardeildar. Eins getur komið til þess að sjóðurinn þurfi að auka eða minnka tryggingaréttindi í samtryggingardeild. Þar geta einkum haft áhrif þróun á tryggingafræðilegum og lýðfræðilegum forsendum sem og ávöxtun eigna samtryggingardeildar og verðlagsþróun. 


Réttindi grundvallast á gildandi samþykktum: Athygli er vakin á því að þær upplýsingar sem hér eru raktar um réttindi í samtryggingardeild og tilgreindri séreign eru einungis settar fram til að einfalda sjóðfélaga ákvarðanatöku. Gerður er fyrirvari um mögulegar villur eða ónákvæmni. Ef þessum upplýsingum ber ekki saman við ákvæði samþykkta sjóðsins gilda ákvæði samþykktanna. Því er mikilvægt fyrir sjóðfélaga að kynna sér vel efni samþykkta sjóðsins. Þá er rétt að árétta að réttindi samkvæmt samþykktum geta breyst frá einum tíma til annars. 

 

 

Tilgreind séreign

Lífeyrissparnaður í tilgreindri séreign er séreign viðkomandi. Reglur um útgreiðslu eru tilgreindar í samþykktum sjóðsins. Meðal þess sem fram kemur þar er að eignin er laus til úttektar frá 62 ára aldri á tilteknu árabili, við orkutap ef örorka er umfram 50% og þá á ákveðnu árabili og við fráfall sjóðfélaga og þá eftir reglum erfðalaga. 

Til að byrja með verður ein sparnaðarleið í boði fyrir tilgreinda séreign. Tilgreinda séreign verður ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán. 

 

Meðal áhættuþátta fyrir tilgreinda séreign eru einkum þróun ávöxtunar og það að sjóðfélagi fullnýti sparnað sinn á skemmri tíma en hann þarf til framfærslu eða annarrar ráðstöfunar. Hins vegar fellur eign í tilgreindri séreign við fráfall sjóðfélaga til erfingja hans og skiptist eftir reglum erfðalaga en skapar á móti ekki rétt til maka- eða barnalífeyris með sama hætti og samtryggingardeild. 

 

Réttindi grundvallast á gildandi samþykktum: Athygli er vakin á því að þær upplýsingar sem hér eru raktar um réttindi í samtryggingardeild og tilgreindri séreign eru einungis settar fram til að einfalda sjóðfélaga ákvarðanatöku. Gerður er fyrirvari um mögulegar villur eða ónákvæmni. Ef þessum upplýsingum ber ekki saman við ákvæði samþykkta sjóðsins gilda ákvæði samþykktanna. Því er mikilvægt fyrir sjóðfélaga að kynna sér vel efni samþykkta sjóðsins. Þá er rétt að árétta að réttindi samkvæmt samþykktum geta breyst frá einum tíma til annars. 

Sparnaðarleiðir fyrir tilgreinda séreign


Til að byrja með verður ein sparnaðarleið í boði fyrir tilgreinda séreign.

Markmið um eignasamsetningu tilgreindrar séreignar má sjá hér að neðan. Þar sem um nýja sparnaðarleið er að ræða mun Birta lífeyrissjóður áskilja sér þann rétt að ná settu markmiði um eignasamsetningu leiðarinnar á næstu 12 mánuðum.  Í ljósi þess voru vikmörk hvers eignaflokks skilgreind rúmlega í upphafi en verða þrengd eftir því sem tilefni gefur til á næstu mánuðum.  Fjárfestingarstefna leiðarinnar byggir á langtímamarkmiði í ávöxtun og þ.a.l. mun eignasamsetning hennar endurspegla Samtryggingardeild Birtu að mestu leyti hvaða eignaflokka og vægi þeirra varðar.

Eignaflokkar Markmið um eignasamsetningu Efri vikmörk Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 24,5% 100% 0%
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 25% 35% 0%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 0% 0% 0%
Sértryggð skuldabréf 8.5% 12% 0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 0% 0% 0%
Skuldabréf fyrirtækja 0% 0% 0%
Innlend hlutabréf 12% 15% 0%
Erlend hlutabréf 30% 35% 0%
Óhefðbundnar fjárfestingar 0% 0% 0%
Samtals 100%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 30% 35% 0%

Senda tilkynningu til Birtu


Vilji sjóðfélagi ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign þarf hann að veita upplýst samþykki sitt með sérstakri tilkynningu á mínum síðum Birtu. Ef tilkynning berst ekki sjóðnum verður iðgjaldi áfram ráðstafað í samtryggingardeild.

 

 • Hægt er að sækja um að ráðstafa öllu 3,5% iðgjaldinu í tilgreinda séreign, þó svo hækkunin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2018. 
 • Á Mínum síðum Birtu er hægt að senda tillkynningar til sjóðsins um tilgreinda séreign með rafrænum skilríkjum. 
 • Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í „tilgreinda séreign“ til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Sjá nánar neðar á síðunni undir: Ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila

 

 

Þeir sjóðfélagar sem ekki hafa rafræn skilríki, eru beðnir um að prenta út og undirrita tilkynninguna hér fyrir neðan. Framvísa skal skilríkjum þegar tilkynning er afhent á skrifstofu sjóðsins. 

Ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila


Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017.

Samkomulag SA og ASÍ

Í samkomulagi milli ASÍ og SA, dags. 15. júní 2016 um framkvæmd á hækkun framlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð á grundvelli samnings aðila frá 21. janúar 2016 er fjallað um útfærslu á hækkun mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 3,5 prósentustig, úr 8% í 11,5%. Þar kemur fram:

„Samningsaðilar eru sammála um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi og framlagi launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns á grundvelli gildandi kjarasamninga ASÍ og SA frá 1969 og 1995, með síðari breytingum. Réttur launamanns til þess að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign er því gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.“

Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annar vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017

Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998 getur sjóðfélagi ákveðið að ráðstafa til þeirra  aðila sem tilgreindir eru í 8. gr. reglugerðarinnar (vörsluaðilar lífeyrissparnaðar) þeim hluta iðgjalds sem renna skal til tilgreindrar séreignar samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs.

Sjóðfélaga er heimilt að óska eftir því við Birtu lífeyrissjóð að iðgjald vegna tilgreindrar séreignar renni til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar eins og þeir eru skilgreindir í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997, með síðari breytingum. Í samræmi við ákvæði laganna skal greiðsla iðgjalds til þess vörsluaðila sem sjóðfélagi velur vera án endurgjalds.

Velji sjóðfélagi að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingarverndar til annars lífeyrissjóðs eða annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar en Birtu lífeyrissjóðs skulu um útborgun séreignarinnar gilda sömu reglur og gilda fyrir tilgreinda séreign samkvæmt 17. gr. samþykkta Birtu lífeyrissjóðs, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Tilkynni sjóðfélagi ekki launagreiðanda eða Birtu lífeyrissjóði með hæfilegum fyrirvara hvert iðgjald það sem hann getur ráðstafað skuli renna skal það greiðslufært samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins, sbr. 5. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Tilkynning til Birtu lífeyrissjóðs um ráðstöfun iðgjalds vegna tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila:

Ef sjóðfélagi óskar eftir því að Birta lífeyrissjóður greiði iðgjaldshluta hans sem renna á í tilgreinda séreign samkvæmt samþykktum sjóðsins til annars vörsluaðila er mikilvægt að hann skili til sjóðsins samningi þar um við vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem hefur heimild til að taka á móti slíku iðgjaldi.

Spurt og svarað


 

Tilgreind séreign er ný tegund séreignarsparnaðar og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. 

 

 

 • Sjóðfélögum gefst kostur á að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í svokallaða tilgreinda séreign. Þ.e. allt að 2% af iðgjaldastofni frá 1. júlí 2017 en allt að 3,5% frá 1. júlí 2018. 
 • Tilgreinda séreign er ekki unnt að nota til í sérstök úrræði eins og að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
 • Hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur.

Valfrjáls séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. 

 • Þegar þú greiðir 2% eða 4% af launum í valfrjálsan séreignarsparnað greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.
 • Valfrjálsan séreignarsparnað má greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða. 
 • Valfrjálsan séreignarsparnað er unnt að nota í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa. 
 • Hægt að byrja að taka út við 60 ára aldur.

 

 

Nei eingöngu sjóðfélagar sem taka laun skv. kjarasamningi á samningssviði ASÍ og SA um lífeyrismál, gefst kostur á að greiða í tilgreinda séreign.

Sjóðfélagar sem hafa áhuga á að ráðstafa iðgjaldi í tilgreinda séreign geta gert það frá og með 1. júlí nk. með því að fylla út sérsaka tilkynningu með upplýstu samþykki hjá sínum lífeyrissjóði. Að öðrum kosti rennur hækkun lífeyrisiðgjaldsins í samtryggingu viðkomandi.

Iðgjaldi er ráðstafað í tilgreinda séreign frá þeim tíma að sjóðnum berst upplýst samþykki með sérstakri tilkynningu. Ekki er hægt að láta þegar ráðstöfuðu iðgjald í tilgreinda séreign, þ.e. tilkynningin er ekki afturvirk.

Lífeyrissjóðurinn gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við ákvörðun sjóðfélaga eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur almanaksmánuðum frá því að tilkynning berst með sannanlegum hætti. 

Nei. Hækkun lífeyrisiðgjalds rennur sjálfkrafa í samtryggingu viðkomandi sé lífeyrissjóðnum ekki tilkynnt um annað.

Nei. Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa

Hvað launagreiðendur snertir hækkar lífeyrissjóðsiðgjald þeirra úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 14%. 

Launagreiðandi skilar framlagi sínu og launamanns til lífeyrissjóðs en að ári, 1. júlí 2018 hækkar lífeyrissjóðsiðgjald launagreiðenda svo um 1,5% til viðbótar og verður 11,5%. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 15,5%.

Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá og með 62 ára aldri. Greiðslum skal þá dreifa að lágmarki til fimm ára eða til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Í dag miðast fjárhæðin við u.þ.b. 1.300.000 kr.

Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu tilgreindu séreignarinnar vegna örorku eða fráfalls eiganda. Gilda þá sömu reglur um útgreiðslu og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.