Sjá nánar >

Tilgreind séreign

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok. Allir sem eru aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, geta ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjöldum sínum í tilgreinda séreign. Innstæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga.

Greiða í tilgreinda séreign

Tilgreind séreign hefur fjölmarga kosti

Tilgreind séreign er aðgreind séreign frá hinum frjálsa séreignarsparnaði. Sjóðfélagi getur valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjalds í samtryggingarsjóð eða í séreignarsjóð. Ef ekkert er valið fer upphæðin í samtryggingu.

3,5% að hámarki frá 1. júlí 2018
Iðgjöld í samtryggingu lægri en ella
Úttekt við 62 ára aldur
Enginn fjármagnstekjuskattur
Enginn erfðafjárskattur
Engin áhrif á vaxta- eða barnabætur
Inneign varin gagnvart skuldheimtumönnum
Meðferð Tilgreindrar séreignar hjá TR frá 1. janúar 2023

Tilgreind séreign eða samtrygging?

Sjóðfélagans er valið. Allir sem eru aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, geta ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjöldum sínum í tilgreinda séreign með því að tilkynna lífeyrissjóðnum sínum um það. Berist sjóðnum engin tilkynning eru lögbundin lífeyrisiðgjöld lögð inn í samtryggingardeild þar sem þau mynda rétt til ævilangra eftirlauna auk réttar til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Réttindi í samtryggingardeild
Tilgreind séreign

Sparnaðarleiðir

Birta lífeyrissjóður býður þrjár sparnaðarleiðir í Tilgreindri séreign. Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu.

Reiknaðu með okkur

Ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila

Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins frá 7. júlí 2017 er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í „tilgreinda séreign“ til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Samkomulag SA og ASÍ
Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annar vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017
Tilkynning til Birtu lífeyrissjóðs um ráðstöfun iðgjalds vegna tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila:

Spurt og svarað