Sjá nánar >

Sjóðurinn

Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna ef miðað er við hreina eign til greiðslu lífeyris. Sjóðurinn starfar samkvæmt samþykktum sem samþykktar eru á ársfundi hans og síðan staðfestar af fjármálaráðuneytinu í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Getum við aðstoðað?

Þjónustufulltrúar okkar taka vel á móti sjóðfélögum og svara algengum spurningum og veita ráðgjöf.

Stjórn

Stjórn sjóðsins skal skipuð fulltrúum launamanna og samtaka atvinnurekenda að jöfnu. Stjórnin skal skipuð átta mönnum og skulu fjórir kjörnir af fulltrúum launamanna og fjórir kjörnir af samtökum atvinnurekenda. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár og skal kjósa tvo fulltrúa launamanna og tvo fulltrúa atvinnurekenda hvert ár. Tryggja skal að kynjahlutföll í stjórninni séu í samræmi við ákvæði laga. Helmingi færri varamenn skal kjósa með sama hætti og til sama tíma og aðalmenn.


Kjörnefnd er skipuð þremur mönnum sem eru fulltrúar launamanna og hafa það meginhlutverk að annast framkvæmd kosninga til stjórnar og úrskurða í ágreiningsmálum.

Starfsreglur kjörnefndar

Valnefnd er skipuð fjórum nefndarmönnum sem eru valdir til að tryggja góða stjórnarhætti við val á stjórn sjóðsins og tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.

Starfsreglur valnefndar launamanna


Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og skipuð af henni í samræmi við ákvæði 108. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er eftirfarandi:

- Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.

- Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits sjóðsins, innri endurskoðun og áhættustýringu.

- Eftirlit með endurskoðun ársreiknings.

- Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðunarfyrirtækis.

- Setja fram tillögur til stjórnar um val á endurskoðunarfyrirtæki.

Stjórn Birtu
Valdir af fulltrúum launafólks:
Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir
Stjórnarmaður
Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir image
Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1975
Menntun:
Framreiðslumeistari
Starf:
Forstöðumaður veitingasviðs Center Hótela

Guðrún Elfa tók sæti í stjórn Stafa lífeyrissjóðs árið 2013, var varamaður í stjórn Birtu lífeyrissjóðs frá 2017-2018 en tók sæti í stjórn sem aðalmaður árið 2018.

Guðrún Elfa á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Guðrún Elfa er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hún starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörin til ársfundar 2021

Hilmar Harðarson
Stjórnarmaður
Hilmar Harðarson image
Hilmar Harðarson
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1960
Menntun:
Bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Rekstur og stjórnun frá Símenntun Háskólans á Akureyri, Hagfræði og kjarasamninga frá FMA. Námskeið frá MFA um hlutverk og starfsemi lífeyrissjóða. Kennslufræði starfsgreina við Háskóla Íslands.
Starf:
Formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina (FIT). Formaður Samiðnar.

Hilmar tók sæti í stjórn Birtu lífeyrissjóðs árið 2019.

Hilmar er einnig stjórnarmaður hjá IN, Industri in Nord. Er í stjórn Iðunnar fræðsluseturs. Iðan fræðslusetur er skuldari hjá Birtu lífeyrissjóði. Hilmar er einnig varamaður hjá atvinnuleysistryggingasjóði, situr í miðstjórn Alþýðusambandsins auk þess að sitja í Trygginga- og lífeyrisnefnd ASÍ.

Hilmar á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Hilmar er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hann starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörinn til ársfundar 2021.

Hrönn Jónsdóttir
Formaður stjórnar
Hrönn Jónsdóttir image
Hrönn Jónsdóttir
Formaður stjórnar

Fædd/ur:
1980
Menntun:
Margmiðlunarhönnuður og Prentsmiður
Starf:
Oneline writer hjá Marel hf.

Hrönn tók sæti sem varamaður í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins árið 2013 og í stjórn Birtu lífeyrissjóðs frá árinu 2018. Hrönn er einnig varamaður í Starfsgreinaráði upplýsinga- og fjölmiðlagreina.

Hrönn á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Hrönn er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hún starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörin til ársfundar 2022.

Jón Kjartan Kristinsson
Stjórnarmaður
Jón Kjartan Kristinsson image
Jón Kjartan Kristinsson
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1974
Menntun:
M.Sc. Markaðsfræði og stjórnun, frá Copenhagen Business School, B.Sc. Viðskiptafræði, frá Háskóla Íslands. Rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Starf:
Verkefnastjóri hjá RAFMENNT

Jón Kjartan tók sæti í stjórn Birtu lífeyrissjóðs árið 2020.

Jón Kjartan á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Jón Kjartan er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hann starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörinn til ársfundar 2022.

Valdir af fulltrúum samtaka atvinnulífsins:
Davíð Hafsteinsson
Stjórnarmaður
Davíð Hafsteinsson image
Davíð Hafsteinsson
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1960
Menntun:
Rafmagnsiðnfræðingur
Starf:
Tæknistjóri hjá Rafeyri ehf.

Davíð tók sæti í stjórn Stafa lífeyrissjóðs árið 2010, fyrst sem varamaður og síðan sem aðalmaður frá árinu 2012. Davíð hefur setið í stjórn Birtu lífeyrissjóðs frá árinu 2016.

Davíð á eignarhlut í Rafeyri ehf.

Davíð er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hann starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörinn til ársfundar 2021

Guðrún Jónsdóttir
Stjórnarmaður
Guðrún Jónsdóttir image
Guðrún Jónsdóttir
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1959
Menntun:
BSc í hjúkrun og BS í viðskiptafræði
Starf:
Fjármálastjóri hjá Héðni hf.

Guðrún var varamaður í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 2011 og sem aðalmaður frá árinu 2015. Hún hefur setið í stjórn Birtu lífeyrissjóðs frá sameiningu Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins árið 2016. Guðrún er í fulltrúaráði SA ásamt því að sitja í stjórn Héðins hf., Héðinsnaust ehf. og Rekla ehf.

Guðrún á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Guðrún er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hún starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörin til ársfundar 2021

Pálmar Óli Magnússon
Varaformaður stjórnar
Pálmar Óli Magnússon image
Pálmar Óli Magnússon
Varaformaður stjórnar

Fædd/ur:
1966
Menntun:
Vélaverkfræðingur og viðskiptafræðingur
Starf:
Forstjóri Daga hf.

Pálmar Óli tók fyrst sæti í stjórn Birtu lífeyrissjóðs árið 2018. Pálmar Óli er einnig stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands frá árinu 2018.

Pálmar Óli á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Pálmar Óli er virkur sjóðfélagi í Birtu lífeyrissjóði og borgar fyrirtækið sem hann starfar hjá iðgjöld til Birtu samkvæmt kjarasamningi.

Kjörinn til ársfundar 2022.

Þóra Eggertsdóttir
Stjórnarmaður
Þóra Eggertsdóttir image
Þóra Eggertsdóttir
Stjórnarmaður

Fædd/ur:
1980
Menntun:
MBA, Háskólinn í Reykjavík, Próf í verðbréfamiðlun, löggildur verðbréfamiðlari. M.Sc. í markaðsfræði, EADA Business School, Barcelona. B.Sc. í viðskipafræði (fjármál), Háskólinn í Reykjavík.
Starf:
Forstöðumaður Innanlandsflugs hjá Icelandair

Þóra var kjörinn í stjórn Birtu lífeyrissjóðs árið 2020. Hún er einnig varamaður í stjórn Norlandair.

Þóra á ekki eignarhlut í fyrirtæki/félagi sem á aðild að Birtu lífeyrissjóði.

Kjörin til ársfundar 2022.

Varastjórn
Valdir af fulltrúum launafólks:
Bára Laxdal Halldórsdóttir
Varamaður
Garðar A. Garðarsson
Varamaður
Valdir af fulltrúum samtaka atvinnulífsins:
Bolli Árnason
Varamaður
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir
Varamaður
Aðrar nefndir
Kjörnefnd
Níels Sigurður Olgeirsson
Formaður
Grétar Þorsteinsson
Fulltrúi í kjörnefnd
Skúli Sigurðsson
Fulltrúi í kjörnefnd
Valnefnd
Georg Páll Skúlason
Formaður
Jón Óskar Gunnlaugsson
Fulltrúi í valnefnd
Samúel Ingvason
Fulltrúi í valnefnd
Sigurður Sigfússon
Fulltrúi í valnefnd
Endurskoðunarnefnd
Davíð Hafsteinsson
Endurskoðunarnefnd
Jóhanna María Einarsdóttir
Endurskoðunarnefnd
Sigríður Ármannsdóttir
Formaður endurskoðunarnefndar
Launanefnd
Bára Mjöll Ágústsdóttir
Fulltrúi í launanefnd
Jóhann Rúnar Sigurðsson
Fulltrúi í launanefnd
Jón Sigurðsson
Fulltrúi í launanefnd
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Fulltrúi í launanefnd
Aðrir
Kristinn Freyr Kristinsson
Löggiltur endurskoðandi

Starfsfólk

Þjónusta og innheimta
Alexandra Ýr Sigurðardóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál
alexandra@birta.is
Anna María Hannesdóttir
Innheimtufulltrúi
anna@birta.is
Auður Halldórsdóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál
audur@birta.is
Erla Fanney Þórisdóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál
erla@birta.is
Jóhanna Helga Guðjónsdóttir
Móttökuritari
johanna@birta.is
Ragnheiður Pétursdóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál
ragnheidur@birta.is
Svanheiður Ingimundardóttir
Innheimtufulltrúi
svanheidur@birta.is
Þóra Magnúsdóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál
thoram@birta.is
Eignastýring
Loftur Ólafsson
Eignastýring
loftur@birta.is
Soffía Gunnarsdóttir
Forstöðumaður eignastýringarsviðs
soffia@birta.is
Stefán Birgisson
Eignastýring
stefan@birta.is
Lífeyrissvið
Guðrún Högnadóttir
Lífeyrismál
gudrunh@birta.is
Sigrún Þóra Björnsdóttir
Lífeyrismál
sigrun@birta.is
Sigþrúður Jónasdóttir
Forstöðumaður lífeyrissviðs
siffa@birta.is
Lánasvið
Íris Anna Skúladóttir
Lánastjóri
iris@birta.is
Sigurbjörn Einarsson
Lánamál
sigurbjorn@birta.is
Rekstur
Elsa Dóra Grétarsdóttir
Verðbréfaskráning
elsa@birta.is
Eva Jóhannesdóttir
Markaðsfulltrúi
eva@birta.is
Eyrún Einarsdóttir
Áhættustjóri
eyrun@birta.is
Hanna Þórunn Skúladóttir
Forstöðumaður skrifstofu- og rekstrarsviðs
hanna@birta.is
Helga Dögg Yngvadóttir
Gæða- og skjalastjóri
helga@birta.is
Hrefna Sigurðardóttir
Bókari
hrefna@birta.is
Jóna Guðrún Ólafsdóttir
Bókari
jona@birta.is
Kristján Geir Pétursson
Lögfræðingur
kristjan@birta.is
Ólafur Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
olafur@birta.is
Róbert Leó Sigurðarson
Sérfræðingur
robert@birta.is
Sigrún Gröndal
Iðgjaldaskráning
sigrung@birta.is
Þóra Erlingsdóttir
Iðgjaldaskráning
thora@birta.is

Saga Birtu

Birta lífeyrissjóður tók formlega til starfa 1. desember 2016, að fengnu samþykki fjármálaráðuneytisins. Sjóðurinn varð til við samruna Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs.

Merki Birtu

Vinsamlegast kynnið ykkur vel upplýsingar um notkun merkis Birtu áður en það er notað. Heimilt er að nota það í eftirfarandi útgáfum en þó skal fá leyfi hjá Birtu ef um opinbera birtingu er að ræða.

Litir Birtu

Aðallitir

CMYK: 0-28-98-11

RGB: 230-175-0

Html: #e6ae00

Pantone: 7555

CMYK: 0-0-0-75

RGB: 98-99-102

Html: #626366

Pantone: Cool Gray 10

Aukalitir

CMYK: 0-0-5-45

RGB: 157-158-155

Html: #9d9e9b

Pantone: 422

CMYK: 61-19-42-0

RGB: 105-167-157

Html: #69a79d

Pantone: 563

CMYK: 28-2-18-0

RGB: 182-221-213

Html: #b6ddd4

Pantone: 566

CMYK: 14-84-99-3

RGB: 207-77-41

Html: #cf4d29

Pantone: 7598

CMYK: 2-77-81-0

RGB: 238-97-63

Html: #ed603e

Pantone: 7579