Greiðslur iðgjalda


Birta lífeyrissjóður er opinn öllum, sem ekki eiga skylduaðild að öðrum lífeyrissjóði. Launagreiðanda ber að halda eftir iðgjöldum starfsfólks og standa skil á þeim, ásamt eigin iðgjaldahluta mánaðarlega. Greitt er fyrir mánuðinn eftir að starfsmaður verður 16 ára til og með þeim mánuði sem starfsmaður verður 70 ára.

Birta lífeyrissjóður

Sundagörðum 2

104 Reykjavík

Bankareikningur: 526-26-400800

Kennitala: 430269-0389

Sjóður Nr. sjóðs
Samtryggingarsjóður L430
Séreignarsjóður X431
VIRK starfsendurhæfingarsjóður R430
Nr. sjóðs Framlag launafólks Framlag launagreiðanda
L430 4% 11,5%*

*Mótframlag hækkaði úr 10,0% í 11,5% frá og með 01.07.2018 samkvæmt kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 21. janúar 2016.

Launagreiðanda ber að tilkynna hlutaðeigandi lífeyrissjóðum ef þeim ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launafólk þeirra hafa látið af störfum skv. 4. mgr 7 gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Nr. sjóðs Framlag launafólks Mótframlag launagreiðanda
X431 Allt að 4% 2%

Launagreiðendur eru vinsamlegast beðnir um að taka fram sérstaklega í skilagrein ef greitt er í séreignarsparnað.

Nr. sjóðs Gjald
R430 0,10%

Launagreiðendum ber að standa skil á gjaldi til VIRK vegna alls starfsfólks, eigenda og stjórnenda fyrirtækja og vegna sjálfstæðra atvinnurekenda. Iðgjaldið er reiknað út frá sama iðgjaldastofni og lífeyrissjóður. Birta lífeyrissjóður innheimtir endurhæfingargjaldið samhliða lífeyrissjóðsiðgjöldum.

Félagstengd iðgjöld


Aðildarfélög

Birta lífeyrissjóður er hefðbundinn starfsgreinasjóður sem félagar tiltekinna stéttarfélaga eiga skylduaðild að. Fólk sem starfar samkvæmt kjarasamningum eftirtalinna stéttarfélaga á skylduaðild að Birtu lífeyrissjóði:

* Birta lífeyrissjóður innheimtir félagstengd iðgjöld fyrir félögin sem eru stjörnumerkt

Aðildarfyrirtæki

Aðildarfyrirtæki Birtu lífeyrissjóðs eru fyrirtæki og einstaklingar sem áttu skylduaðild að Samvinnulífeyrissjóðnum samkvæmt lögum, samþykktum og kjarasamningum við stofnun Samtaka atvinnulífsins 15. september 1999.

Samtök atvinnulífsins (SA) yfirtóku alla kjarasamninga Vinnumálasambandsins (VMS) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ) við samruna VSÍ og VMS við stofnun SA.

Birta lífeyrissjóður innheimtir eftirfarandi gjöld fyrir neðangreind félög:

Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
1,0% (F440) 1,0% (S440) 0,25% (O440) 0,5% (E400)

Þann 1. júlí 2017 urðu breytingar á félagsgjaldi og hækkaði það úr 0,7% í 1,0%

Félag Félagsgjald
Félag atvinnurekenda 0,17% (K989)
Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Menntafélag byggingaiðnaðarins 0,8% (F455) 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,5% (E401)
Menntagjald snyrtifræðinga 0,8% (F455) 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,5% (E401)
Endurmenntunarsjóður blikksmiða 0,8% (F455) 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,5% (E462)
Fræðsluráð bílgreina (Bílaiðnaf.) 0,8% (F455) 1,0% (S455) 0,25% (O455) 0,8% (E461)
Félag garðyrkjumanna 0,8% (F455) 1,0% (S455) 0,25% (0455) -

Þann 1. apríl 2017 urðu breytingar á félagsgjaldi og hækkaði það úr 0,7% í 0,8%

Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til Matvís ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð. Þó skal ekki greitt í endurmenntunarsjóð vegna fólks í nemendafélögum.

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Félag matreiðslumanna 0,9% (F470) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Bakarasveinafélag Íslands 0,9% (F482) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag framreiðslumanna 0,9% (F481) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna 0,9% (F461) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag matartækna 0,9% (F044) 1% (S480) 0,25% (O480) 0,5% (E480)
Félag nema í matvæla- og veitingagreinum 0,9% (F043) 1% (S480) 0,25% (O480) -
Félag Sjúkrasjóður
SART samtök rafverktaka 2%

Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð.

Lágmarksiðgjald einyrkja eða atvinnurekenda með færri en tvo starfsmenn er af reiknuðu endurgjaldi í RSK í flokki D2

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Félag íslenskra rafvirkja 1% (F433) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Rafiðnaðarfélag Norðurlands 1% (F432) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 1% (F439) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Félag rafiðnaðarmanna Suðurlands 1%( (F438) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,2% (E433)
Félag rafeindavirkja 1% ( F434) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E434)
Félag tæknifólks í rafiðnaði 1% (F054) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E054)
Félag sýningarmanna við kvikmyndahús 1% (F961) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E054)
Félag símamanna* 1% (F636) 1% (S982) 0,25% (O982) 0,5% (E636)
Félag kvikmyndagerðarmanna 1% (F437) 1% (S982) 0,25% (O982) 1,1% (E437)

* Einungis þeir sem starfa hjá Símanum og fyrirtækjum tengd honum. Símamenn sem starfa hjá öðrum fyrirtækjum greiða ekki í þetta félag.

Vinsamlegast athugið að greiði starfsfólk félagsgjöld til VM ber launagreiðendum einnig að standa skil á greiðslum í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð. Þó skal ekki greitt í endurmenntunarsjóð vegna vélstjóra á farskipum.

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald
Málmiðnaðarmenn og vélstjórar í landi 0,8% (F421) 1,0% (S421) 0,25% (O421) 0,5 % (E460)
Vélstjórar hjá orkufyrirtækjum 0,8% (F421) 1,0% (S421) 0,25% (O421) 1,1% (E421)
Vélstjórar á farskipum 0,8% (F421) 0,5% (S421) 0,25% (O421) -

Vélstjórar á fiskiskipum greiða sérstakt greiðslumiðlunargjald. Í sérkjarasamningum VM við nokkur fyrirtæki og stofnanir er samið um aðrar prósentutölur en fram koma í töflunni hér að neðan.

Félag Félagsgjald Sjúkrasjóður Orlofssjóður Menntagjald Greiðslumiðlunargjald
Vélstjórar á fiskiskipum 0,8% (F421) 0,75% (S421) 0,25% (0421) 0,5% (E460)* 0,21% (G921)

*Menntagjald vélstjóra á fiskiskipum er reiknað af kauptryggingu.

Skilagreinar


Við skil á greiðslum þurfa alltaf að fylgja skilagreinar til að hægt sé að skipta greiðslunni rétt niður á starfsfólk. Mælst er til þess að skilagreinar berist sjóðnum með rafrænum hætti enda fljótlegra, hagkvæmara og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.

Launagreiðendur eiga kost á að senda skilagreinar rafrænt úr launakerfum eða af launagreiðendavefnum. Þegar sendar eru rafrænar skilagreinar á vefnum er gefinn kostur á því að stofna kröfu sem birtist í heimabanka launagreiðanda. Í öðrum tilvikum þarf að millifæra greiðslu vegna skilagreinar sérstaklega á reikning.

Launagreiðendur sem eiga ekki kost á að senda skilagreinar beint úr launakerfum eða af launagreiðendavef geta óskað eftir því að fá útfyllanlega skilagrein í pdf, fyllt hana út og sent á tölvupóstfangið: skilagreinar@birta.is

Til að komast á launagreiðendavefinn er smellt á hnappinn Launagreiðendavefur efst í hægra horni heimasíðu Birtu lífeyrissjóðs. Valin er innskráning og getur launagreiðandi þá stimplað sig inn með kennitölu reksturs og veflykli eða með rafrænum skilríkjum.

Sótt er um veflykil á launagreiðendavef - innskráning - „Sækja um aðgang að vef.“

Ef sótt hefur verið um veflykil áður, en hann gleymst þá - „Gleymdur veflykill.“ Nýr veflykill verður þá sendur í heimabanka fyrirtækisins.

Vakin er athygli á því að rafræn skilríki eru alltaf tengd einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Því þarf Birtu lífeyrissjóði að berast beiðni frá forráðamanni fyrirtækis ef veita skal einstaklingum aðgang að launagreiðendavef með rafrænum skilríkjum.

Sé starfsfólk launalaust um tíma er mikilvægt að launagreiðandi skili inn núllskilagreinum fyrir starfsfólkið, svo ekki verði farið í ástæðulausar innheimtuaðgerðir.

Innheimta


Mikilvægt er að launagreiðendur skili iðgjöldum starfsfólks reglulega. Berist greiðslur ekki getur starfsfólk orðið af ávöxtun iðgjalda sinna.

 • Iðgjaldatímabil er að hámarki einn mánuður.
 • Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.
 • Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði.

Dæmi: Iðgjöld vegna launa í janúar eru með gjalddaga 10.febrúar og eindaga síðasta virka dag febrúar.

Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds er allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1 tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

 • Til iðgjaldsstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, s.s. ökutækjastyrki og dagpeningar. Þá eru ekki greidd lífeyrisiðgjöld vegna björgunarlauna.
 • Iðgjaldastofn vegna vinnu við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er jafnhár þeirri fjárhæð sem viðkomandi skilgreinir sem laun og ber að skipta í eigið framlag og mótframlag launagreiðanda, jafnvel þótt sami aðili greiði báða hluta iðgjaldsins.

Ítarlegri skilgreiningu á iðgjaldastofni er að finna í 3. gr laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Skilagrein telst ógreidd þar til innborgun nægir til fullrar greiðslu auk áfallinna vanskilavaxta.

Öllum innborgunum er ráðstafað til greiðslu á elstu ógreiddu iðgjöldum ásamt áföllnum vanskilavöxtum , þar til hvoru tveggja er uppgert. Dráttarvextir eru ákvarðaðir af Seðlabanka Íslands og reiknast frá gjalddaga ef greiðsla berst eftir eindaga. Greiðandi sjóðfélögum er sent yfirlit um iðgjöld og réttindi sín tvisvar á ári. Yfirlitinu fylgir áskorun til þeirra um að gera án tafar athugasemdir ef í ljós koma vanhöld á iðgjaldaskilum.

 • Berist greiðsla ekki fyrir innsendar skilagreinar eða hafi launafólk sent lífeyrissjóðnum launaseðla vegna ógreiddra iðgjalda er launagreiðanda sent bréf með upplýsingum um tímabil skuldar, ásamt höfuðstól og áföllnum vöxtum. Er honum þá veittur 10 daga frestur til að greiða iðgjald eða semja um greiðslu.
 • Hafi greiðsla ekki borist innan þriggja mánaða og ekki verið samið um greiðslu skuldar er skuldin send í lögfræðiinnheimtu.
 • Upplýsingar um vangreidd iðgjöld þurfa að berast sjóðnum innan 6 mánaða frá því iðgjaldatímabili sem þau tilheyra. Eldri iðgjöld njóta hvorki ábyrgðar lífeyrissjóðsins né hjá Ábyrgðarsjóði launa, komi til gjaldþrots launagreiðanda.

Réttur sjóðfélaga til lífeyris er háður iðgjöldum sem greidd hafa verið hans vegna.

Undantekning frá þessari reglu eru iðgjöld sem launagreiðandi hefur sannanlega haldið eftir af launum starfsfólks, en hefur hvorki staðið skil á þeim né á mótframlagi til sjóðsins. Þrátt fyrir vanskilin skulu slík iðgjöld metin að fullu til réttinda fyrir viðkomandi aðila við úrskurð lífeyris enda hafi upplýsingar um vangreidd iðgjöld frá viðkomandi iðgjaldatímabili borist sjóðnum innan 6 mánaða.

 • Þessi undantekning gildir þó eingöngu um launafólk. Önnur viðmið gilda um iðgjaldagreiðslur eigenda og stjórnenda fyrirtækja og um sjálfstæða atvinnurekendur.
 • Ekki er sjálfgefið að iðgjald sem sjálfstæður atvinnurekandi greiðir eftir eindaga leiði til ávinnslu hvað varðar örorku- og makalífeyrisréttinda. Réttur til slíks lífeyris er háður því að tiltekinn tryggingaratburður hafi átt sér stað, þ.e. orkutap eða fráfall sjóðfélaga.
 • Birta lífeyrissjóður tekur við iðgjaldagreiðslu frá sjálfstæðum atvinnurekanda með ákveðnum fyrirvara þegar iðgjaldagreiðsla berst eftir eindaga. Fyrirvarinn felur í sér að þegar úrskurðað er um örorku eða makalífeyrir t.d. í kjölfar orkuskerðingar ber sjóðnum að skoða sérstaklega iðgjöld sem greidd eru eftir eindaga.