Eftirlaunalífeyrir


Nokkrir tekjuliðir mynda eftirlaun. Lífeyrir almannatrygginga, eftirlaunalífeyrir lífeyrissjóðs, valkvæður séreignarsparnaður, tilgreind séreign og annar sparnaður eða eignir.

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir tryggja að allir sem búa og starfa á Íslandi fái eftirlaun til æviloka. Hægt er að bæta við eftirlaunin með því að leggja fyrir og byggja upp eigin eftirlaunasjóð eða eignir til að ganga á. Skynsamlegt er að fara yfir stöðu sína með ráðgjafa og skipuleggja eftirlaunasparnaðinn með góðum fyrirvara. Árlega býður Birta lífeyrissjóður sjóðfélögum sem verða 64 á árinu, á sérstakan kynningarfund. Þar er farið yfir helstu mál sem hafa þarf í huga vegna eftirlauna. 

Sjóðfélagar eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs, kanna lífeyrisréttindi sín og setja sér markmið um eftirlaun. Nánar er kveðið á um eftirlaunaréttindi í samþykktum.

Sveigjanlegt upphaf


Fullur lífeyrisréttur miðast við 67 ára eftirlaunaaldur. Heimilt er að hefja töku eftirlauna við 60 ára aldur eða fresta töku þeirra til 72 ára aldurs. Sé töku eftirlauna flýtt lækka mánaðarlegar greiðslur en hækka ef töku þeirra er seinkað. Eftirlaunalífeyrir er greiddur til æviloka.

Úttekt valkvæðs séreignarsparnaðar eða tilgreindrar séreignar getur skipt miklu máli þegar upphaf eftirlauna er skipulagt og það er góð regla að fara yfir málið með ráðgjafa. 

Hlutfall réttinda við mismunandi upphaf lífeyristöku

Aldur við lífeyristöku Hlutfall réttinda
60 ára 53,8%
61 árs 58,6%
62 ára 64,0%
63 ára 70,0%
64 ára 76,6%
65 ára 83,8%
66 ára 91,6%
67 ára 100%
68 ára 106,6%
69 ára 113,8%
70 ára 122,2%
71 árs 131,6%
72 ára 142,6%
 • Aldur í töflu miðast við að greiðslur hefjist frá og með næsta mánuði eftir afmælismánuð.
 • Við sjötugt eru greiðslur endurskoðaðar með tilliti til iðgjalda sem hafa borist eftir að viðkomandi hóf töku eftirlauna.
 • Hefjist taka eftirlauna fyrir 67 ára aldur er sú ákvörðun endanleg og verður ekki breytt. Þar með fellur niður sjálfstæður réttur til örorkulífeyris.

Umsóknarferli


Skila þarf inn umsókn um að hefja töku eftirlauna í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem taka þeirra á að hefjast.

Sótt er um eftirlaun með því að skila útfylltri og undirritaðri umsókn (efst hér á síðunni), til skrifstofu sjóðsins. 

 • Flestir eiga lífeyrisréttindi í fleiri en einum sjóði. Ekki er heimilt að flytja almenn lífeyrisréttindi á milli lífeyrissjóða. Þegar kemur að töku eftirlauna sér sá sjóður sem síðast var greitt til um að senda umsókn um eftirlaun til annarra lífeyrissjóða. 
 •  Í lífeyrisgáttinni er hægt að finna upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði. 

Greiðslur


Lífeyrir er verðtryggður og fylgir mánaðarlegri breytingu á vísitölu neysluverðs. Hann tekur mið af áunnum réttindum og hefur hvorki hámark né lágmark.

Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á og er útborgunardagur síðasti virki dagur mánaðar.

 • Eftirlaun eru greidd mánuði eftir að réttur til þeirra myndast og er greiðslum haldið áfram ævilangt. Þetta þýðir t.d. að ef hefja á töku eftirlauna 1. ágúst berst fyrsta greiðsla síðasta virkan dag ágústmánaðar.
 • Við útgreiðslu lífeyris er staðgreiðsla skatts dregin frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna. 

 

Skipting réttinda


Lífeyrisréttindi eru persónubundin og því er óheimilt að framselja þau. Samkvæmt heimild í lögum geta sjóðfélagi og maki hans þó gert með sér samkomulag um skiptingu eftirlaunaréttinda.

Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal vera skriflegt og eiga sér stað áður en taka eftirlauna hefst og ekki seinna en fyrir 65 ára aldur. Skipting nær til eftirlaunaréttinda á meðan hjúskapur eða óvígð sambúð hefur staðið eða mun standa. Hægt er að skipta allt að helmingi réttinda/iðgjalda og er skiptingin gagnkvæm og varanleg. Um þrjá kosti er að ræða:

1. Skipting greiðslna

 • Eingöngu er um að ræða skiptingu núverandi eftirlauna á milli maka og skal skiptingin þá vera gagnkvæm og jöfn.
 • Við fráfall sjóðfélagans falla greiðslur til maka niður. Við fráfall maka fær sjóðfélagi hins vegar greidd full eftirlaun.

2. Skipting þegar áunninna eftirlaunaréttinda

 • Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka eftirlauna hefst og eigi síðar en fyrir 65 ára aldur.
 • Eftir skiptinguna, sem er óafturkallanleg, verða réttindi beggja aðila sjálfstæð og fær hvor aðili greidd eftirlaun til æviloka.

3. Skipting framtíðariðgjalda

 • Á við um iðgjöld sem greiðast eftir að samkomulagið er gert og þar til hjúskap, sambúð eða samvist er slitið.

Við skiptingu réttinda ber að skila eftirfarandi gögnum til þess lífeyrissjóðs sem síðast var/er greitt til:

 • Samningi um skiptingu eftirlaunaréttinda. 
 • Sambúðar og/eða hjúskaparvottorði - til staðfestingar á því tímabili sem skipta ber samkvæmt samningi.
 • Heilbrigðisvottorði - skal fylgja með sé verið að skipta áunnum réttindum.

 

Spurt og svarað


 • Greiðsla eftirlauna miðast við 67 ára aldur og eru þau síðan greidd mánaðarlega til æviloka.
 • Heimilt er að hefja töku eftirlauna áður en 67 ára aldri er náð, þó ekki fyrr en eftir sextugt.
 • Eftirlaun lækka ef byrjað er að greiða þau fyrir 67 ára aldur.

Já. Heimilt er að fresta töku eftirlauna til 72 ára aldurs. Upphæð þeirra hækkar þá í samræmi við ákvæði í samþykktum sjóðsins þar sem eftirlaun eru þá greidd í skemmri tíma en ella.

Lög um skiptingu eftirlaunaréttinda taka til þeirra sem eru í hjúskap eða óvígðri sambúð. Hægt er að skipta réttindum á þrennan hátt, enda sé öðrum skilyrðum um aldur og heilsufar fullnægt: 

 • Eftirláta maka sínum hluta áunninna réttinda (þarf að gerast fyrir 65 ára aldur).
 • Skipta framtíðariðgjöldum (þarf að gerast fyrir 65 ára aldur).
 • Skipta greiðslum eftir að taka eftirlauna hefst.

Nei. Báðir aðilar þurfa að skipta réttindum.

Jafnvel þó að maki þinn eigi ekki nein eftirlaunaréttindi skal skiptingin vera gagnkvæm og getur maki fengið allt að helming réttinda þinna.

Nei. Skiptingin þarf að vera jöfn hjá báðum aðilum, þ.e.a.s. hvor aðili á að fá sama hlutfall frá hinum. Ef makinn á t.d. að fá 40% af mínum réttindum verður hann að láta mig fá 40% af sínum réttindum o.s.frv.

Þá hefur þú  afsalað þér helming af áunnum réttindum þínum til frambúðar en færð á móti helminginn af áunnum eftirlaunaréttindum maka þíns. Um greiðslu makalífeyris fer hins vegar eftir samþykktum lífeyrissjóðsins sem maki þinn greiddi til. Makalífeyrir helst óbreyttur, hann hvorki hækkar né lækkar þó búið sé að skipta áunnum eftirlaunaréttindum.

Maki þinn fær greiddan makalífeyri eftir þig úr sjóðnum, en auk þess fær hann sinn helming af þegar áunnum eftirlaunaréttindum þínum.

Nei. Lífeyrisgreiðslur skattleggjast í öllum tilvikum hjá viðtakanda greiðslnanna.

 

Já. Ef um er að ræða samkomulag um skiptingu framtíðarréttinda bera aðilar hvor um sig ábyrgð á því að tilkynna þær til nýrra sjóða.

Þegar um er að ræða skiptingu á núverandi eftirlaunagreiðslum og framtíðarréttindum getur hvor aðili um sig sagt upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. Skipting áunninna eftirlaunaréttinda er hins vegar ekki afturkallanleg nema með samþykki allra sjóða sem málið varðar.