Sækja um lán


Lánsrétt hafa sjóðfélagar sem uppfylla eitthvert eftirfarandi skilyrða; hafa greitt undanfarna þrjá mánuði í samtryggingardeild, hafa greitt undanfarna sex mánuði í séreignardeild eða eiga tveggja ára samfellda greiðslusögu í sjóðinn. Sama rétt hafa þeir sem uppfylltu eitthvert skilyrðanna þegar taka lífeyris hófst, að uppfylltum öðrum skilyrðum lánareglna.

2,59%
Breytilegir vextir

Verðtryggð

Lægri greiðslubyrði í upphafi, en hægari eignamyndun.

Nánar um lán
5,6%
Breytilegir vextir

Óverðtryggð

Hærri greiðslubyrði yfir lánstímann, en hraðari eignamyndun.

Nánar um lán
3,6%
Fastir vextir

Verðtryggð

Lægri greiðslubyrði í upphafi, en hægari eignamyndun.

Nánar um lán
Sótt um lán

Sótt er um lán hjá Birtu lífeyrissjóði með því að skila útfylltri og rafrænt undirritaðri umsókn (athugið að maki þarf að veita samþykki fyrir gagnaöflun með undirritun á þar til gert eyðublað undir eigin kennitölu) eða skila undirritaðri umsókn, sem nálgast má hér fyrir ofan, með tölvupósti til sjóðsins á lan@birta.is eða á skrifstofu sjóðsins, ásamt fylgigögnum.

Nauðsynlegt er að umsókn fylgi:
Þrír nýjustu launaseðlar
Staðfest afrit skattframtals (má nálgast á www.skattur.is)
Afrit af staðgreiðsluskrá (má nálgast á www.skattur.is)
Afrit kauptilboðs, ef um lán til húsnæðiskaupa er að ræða
Nýjustu greiðsluseðlar áhvílandi lána ef við á og annarra lána sem sjóðfélagi greiðir af sem sýna stöðu þeirra og greiðslubyrði
Kvittun vegna greiðslu fyrir greiðslumat (12.900 kr. fyrir sambúðaraðila en 6.700 kr. fyrir einstaklinga, greitt inn á 526-26-400, kt. 430269-0389, kvittun á lan@birta.is)
Einnig þegar við á:
Vottorð um smíðatryggingu/brunatryggingu ef eign er í byggingu.
Afrit tryggingabréfa ef slík veðbréf hvíla á eigninni en sjóðurinn fer ekki á eftir slíkum bréfum í veðröð og því þarf sjóðfélagi að útvega skilyrt veðleyfi frá viðkomandi lánastofnun þegar fyrir liggur samþykki fyrir lánveitingu frá Birtu.
Verðmat löggilts fasteignasala ef óskað er eftir því að við það sé stuðst í stað fasteignamats ríkisins.

Sjóðurinn áskilur sér rétt til að krefjast annarra gagna eftir því sem þurfa þykir.

Veðsetningarhlutfall er að hámarki 65%

Birta lífeyrissjóður býður upp á fjölbreytt og hagstæð lánakjör með allt að 65% veðhlutfalli. Heildarveðsetning má aldrei fara yfir 90% af samanlögðu brunabótamati og lóðamati.

Lánstími er 5-40 ár að vali lántaka. Gjalddagar eru 12 á ári.

Lántakendur geta valið milli óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum og verðtryggðra lána með breytilegum eða föstum vöxtum. Einnig er val milli jafnra greiðslna af láni og jafnra afborgana af láni.

Lágmarkslán er 1.000.000,- kr.

Hámarkslán er 50 milljónir fyrir hjón/maka/sambúðaraðila samanlagt og tekur jafnframt mið af veðrými, mati á lánshæfi og greiðslugetu umsækjanda, sbr. lánareglur sjóðsins.

Greiðslumat

Greiðslumati Birtu lífeyrissjóðs er ætlað að sýna hámarks greiðslugetu umsækjanda þegar framfærslu- og rekstrarkostnaður eignar hefur verið dreginn frá ráðstöfunartekjum.

Til að hægt sé að framkvæma greiðslumat þarf að skila inn eftirfarandi gögnum:
Staðfestu afriti síðasta skattframtals. (www.skattur.is)
Staðgreiðsluskrá RSK (www.skattur.is)
Launaseðlum síðustu þriggja mánaða.
Viðbótarupplýsingar ef við á
Staðfestingu annarra tekna svo sem fjármagnstekna, meðlags eða bóta, ef við á.
Staðfestingu á föstum greiðslum, s.s. meðlags- og lífeyrisgreiðslum.
Staðfestingu á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skulda, bæði skammtíma- og langtímaskuldbindinga.
Matsverði fasteigna í eigu lántaka eða fasteigna sem hann hyggst kaupa, t.d. fasteignamat Þjóðskrár Íslands eða verðmati löggilts fasteignasala. Gerð er krafa um fokheldi eða að eignin sá að lágmarki á byggingastigi 4. (sjóðurinn útvegar fasteignamat)
Veðbókavottorði fasteigna í eigu lántaka. (Sjóðurinn útvegar veðbandayfirlit)
Upplýsingum um önnur föst útgjöld, s.s. húsaleigu.
Upplýsingum um ábyrgðarskuldbindingar.
Afriti af undirrituðu kauptilboði, bæði vegna sölu og/eða kaupa fasteigna.
Öðrum gögnum sem geta varpað ljósi á fjárhagsstöðu lántaka.

Vakin er athygli á því að ekki eru veitt lán í atvinnuskyni og því alla jafna ekki tekið mið af leigutekjum í greiðslumati.

Afgreiðslutími lánsumsókna er 2-4 vikur.

Afgreiðsla umsóknar hefst ekki fyrr en öllum nauðsynlegum fylgigögnum hefur verið skilað til sjóðsins og greitt hefur verið fyrir greiðslumat. Afgreiðslutími sjóðsins getur verið háður þeirri afgreiðslu sem skjölin fá við þinglýsingu sýslumanns.

  • Í samræmi við lög um neytendalán ber lántakendum að afla sér kynningargagna um lánið. Kynningargögn eru ávallt send lántaka þegar fyrir liggur niðurstaða um lánveitingu og þegar móttaka þeirra hefur verið staðfest er skjalagerð afgreidd eins fljótt og mögulegt er. Umsækjandi getur einnig óskað eftir kynningargögnum fyrr í ferlinu ef hann vill bera saman ólíka lánamöguleika áður en hann leggur inn umsókn um lán.
  • Þegar skuldabréf hefur verið fyllt út og undirritað af lántaka og tveimur vottum, er því þinglýst hjá sýslumanni. Lántaki sér sjálfur um þinglýsingu sjóðfélagalána. Skylt er að framvísa löggildum persónuskilríkjum, vegabréfi eða ökuskírteini, þegar lánagögn eru sótt til sjóðsins.
  • Að lokinni þinglýsingu er lánið tilbúið til útborgunar. Athygli er vakin á því að lán er ekki greitt út fyrr en öll fylgiskjöl hafa borist sjóðnum undirrituð, ef þau hafa ekki verið undirrituð hjá sjóðnum.
  • Birtu lífeyrissjóði er heimilt að hafna umsókn um lán eða takmarka lánsfjárhæð þegar ekki er sýnt fram á fullnægjandi greiðslugetu að mati sjóðsins eða ef vafi leikur á um greiðslugetu umsækjanda.
  • Sjóðnum er þó heimilt að veita lán þrátt fyrir að greiðslumat sé neikvætt, ef virði veða sem umsækjandi leggur fram uppfylla veðkröfur sjóðsins, enda sé umsækjandi upplýstur um mat sjóðsins og um mögulegar afleiðingar þess að lánið lendi í vanskilum.
Útborgun láns

Þegar skuldabréf berst sjóðnum úr þinglýsingu er það skráð í verðbréfakerfi sjóðsins og kaupnóta útbúin. Það er greitt út samdægurs eða næsta virka dag hafi öll fylgiskjöl skilað sér undirrituð til sjóðsins.

Lántaka ber að greiða kostnað vegna lánshæfismats, greiðslumats, verðmats löggilts fasteignasala ef við á og annarrar skjalaöflunar. Einnig greiðir lántaki innheimtukostnað af afborgunum skuldabréfa.