Sjóðfélagalán

Aðeins er boðið upp á verðtryggð sjóðfélagalán hjá Birtu. Sjóðfélagar sem greitt hafa að lágmarki 6 sl. mánuði í samtryggingu eða eiga þriggja ára samfellda greiðslusögu í sjóðinn geta fengið hagstæð húsnæðislán að uppfylltum öðrum skilyrðum lánareglna.

Hámarks veðsetningarhlutfall er 65% af fasteignamati að uppfylltum öðrum skilyrðum lánareglna. Ef um fasteignaviðskipti er að ræða er stuðst við kaupverð og að auki eru veitt viðbótarlán frá 65%-75% ef um fyrstu kaup er að ræða.

Afgreiðslutími sjóðfélagalána er að jafnaði nú 1-3 vikur með þinglýsingu. Þar af er þinglýsing á Höfuðborgarsvæðinu 1-2 vikur.

Sækja um lán

Sækja um lán

Lánsrétt hafa sjóðfélagar sem uppfylla að lágmarki eitt eftirfarandi skilyrða:

  • Greiða til sjóðsins á grundvelli kjarasamnings eða skylduaðildar að Samvinnulífeyrissjóðnum
  • Hafa greitt undanfarna sex mánuði í samtryggingardeild eða eiga þriggja ára samfellda greiðslusögu í sjóðnum.
  • Sama rétt hafa þeir sem uppfylltu eitthvert skilyrðanna þegar taka lífeyris hófst, að uppfylltum öðrum skilyrðum lánareglna.

Afgreiðslutími sjóðfélagalána er að jafnaði 1-3 vikur. Sá tími getur styst eða lengst eftir atvikum. Þinglýsingartími er nú um 1-2 vikur á höfuðborgarsvæðinu, skemmri utan höfuðborgarsvæðisins.

Viðbótarlán

Kaupendum fyrstu fasteigna stendur til boða viðbótarlán um þann hluta veðsetningar sem fer umfram 65% af kaupsamningi, allt að 75% veðhlutfall .

  • Í boði er lán með föstum verðtryggðum vöxtum, auk 0.5% álags ofan á gildandi vexti, með jöfnum afborgunum.
  • Gerð krafa um að sjóðurinn sé jafnframt á fyrri veðréttum eða samfellda veðröð, sbr. gr. 7.2. í lánareglum.
  • Lánstími 5-15 ár.

Tegundir lána

Lántakendur geta valið um verðtryggð lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Lántöku fylgir mikil skuldbinding og því mikilvægt að bera saman kostina. Með lánareiknivélinni er hægt að kynna sér hvaða tegund lána hentar best. Þar er hægt að sjá greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur og bera saman kostnað.

Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum
Lægri greiðslubyrði í upphafi, en hægari eignamyndun.
Vextir nú 1,88%
Verðtryggð lán með föstum vöxtum
Lægri greiðslubyrði í upphafi, en hægari eignamyndun.
Vextir nú 3,60%

Almennar upplýsingar

Sótt um lán með rafrænum skilríkjum
Hvað ef ég á ekki rafræn skilríki?
Veðsetningarhlutfall er að hámarki 65%
Lánstími er 5-40 ár að vali lántaka. Gjalddagar eru 12 á ári.
Hámarkslán er 40 milljónir kr. og lágmarkslán er 1 milljón kr.
Afgreiðsluferill lánsumsókna
Útborgun láns
Veitir sjóðurinn lán tengd erlendum gjaldmiðlum (grundvallað á erlendum tekjum)?
Er hægt að greiða aukalega inn á lán?
Er hægt að taka lán á fleiri en eina fasteign í eigu lántaka?
Er hægt að taka lán hjá Birtu á eftir láni frá öðrum lánveitanda?
Frestun afborgana sjóðfélagalána vegna veirufaraldurs