Lánsrétt hafa sjóðfélagar sem uppfylla að lágmarki annað eftirfarandi skilyrða:
Hámarks veðsetningarhlutfall er 65% af fasteignamati nema um fyrstu kaup sjóðfélaga sé að ræða en þá er það 75%.
Hámarks lánsfjárhæð eru 65 milljónir og er hægt að velja á milli eftirfarandi lánategunda í þeim hlutföllum sem óskað er eftir:
Allar lánategundir eru í boði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og lánstími getur verið á bilinu 5-40 ár.
Allir þinglýstir eigendur þurfa að sæta greiðslumati og vera skráðir skuldarar. Alla jafna þarf veð að vera á byggingastigi 6 og matsstigi 8 að lágmarki og brunabótamat komið á eign. Hins vegar telst eign í smíðum veðhæf við fokheldi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.