Sjóðfélagalán

Lánsrétt hafa sjóðfélagar sem uppfylla að lágmarki annað eftirfarandi skilyrða:

  • Hafa greitt síðastliðna 6 mánuði samfellt í samtryggingardeild
  • Hafa greitt að lágmarki 36 mánuði til sjóðsins í samtryggingardeild
  • Sama rétt eiga lífeyrisþegar sem uppfylla skilyrði við töku lífeyris
Sækja um lán

Almennar upplýsingar

Hámarks veðsetningarhlutfall er 65% af fasteignamati nema um fyrstu kaup sjóðfélaga sé að ræða en þá er það 75%.

Hámarks lánsfjárhæð eru 85 milljónir og er hægt að velja á milli eftirfarandi lánategunda í þeim hlutföllum sem óskað er eftir:

  • Verðtryggð lán með föstum vöxtum
  • Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum
  • Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum

Allar lánategundir eru í boði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og lánstími getur verið á bilinu 5-40 ár.

Allir þinglýstir eigendur þurfa að sæta greiðslumati og vera skráðir skuldarar. Alla jafna þarf veð að vera á byggingastigi B3 og matsstigi 8 að lágmarki og brunabótamat komið á eign. Hins vegar telst eign í smíðum veðhæf við fokheldi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta á eingöngu við þegar lántakar eru sjálfir að byggja.

Nánari upplýsingar má finna í lánareglum Birtu.

Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum
.
Vextir nú 3,25%
Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum
.
Vextir nú 8,85%
Verðtryggð lán með föstum vöxtum
.
Vextir nú 3,60%

Spurt og svarað

Hvernig er best að sækja um?
Hvert er hámarks veðsetningarhlutfall?
Hvað er hámarks greiðslubyrðarhlutfall?
Hvaða lánstími er í boði?
Hver er leyfileg lánsfjárhæð?
Má taka lán á fleiri en eina fasteign?
Er hægt að taka lán hjá Birtu á eftir láni frá öðrum lánveitanda?
Hver er afgreiðslutími lánsumsókna?
Hvenær er lán greitt út?
Veitir sjóðurinn lán tengd erlendum gjaldmiðlum (grundvallað á erlendum tekjum)?
Er hægt að greiða aukalega inn á lán?