Birta lífeyrissjóður er opinn öllum, sem ekki eiga skylduaðild að öðrum lífeyrissjóði. Launagreiðanda ber að halda eftir iðgjöldum starfsfólks og standa skil á þeim, ásamt eigin iðgjaldahluta mánaðarlega. Greitt er fyrir mánuðinn eftir að starfsmaður verður 16 ára til og með þeim mánuði sem starfsmaður verður 70 ára.
Hér er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að vinna við iðgjaldaskil
Sundagörðum 2
104 Reykjavík
Bankareikningur: 526-26-400800
Kennitala: 430269-0389
Sjóður | Nr. sjóðs |
---|---|
Samtryggingarsjóður | L430 |
Séreignarsjóður | X431 |
VIRK starfsendurhæfingarsjóður | R430 |
Birta lífeyrissjóður innheimtir eftirfarandi gjöld fyrir neðangreind félög:
Við skil á greiðslum þurfa alltaf að fylgja skilagreinar til að hægt sé að skipta greiðslunni rétt niður á starfsfólk. Mælst er til þess að skilagreinar berist sjóðnum með rafrænum hætti enda fljótlegra, hagkvæmara og stuðlar að nákvæmari skráningu á lífeyrisiðgjöldum.
Mikilvægt er að launagreiðendur skili iðgjöldum starfsfólks reglulega. Berist greiðslur ekki getur starfsfólk orðið af ávöxtun iðgjalda sinna.
Dæmi: Iðgjöld vegna launa í janúar eru með gjalddaga 10.febrúar og eindaga síðasta virka dag febrúar.
Sjálfstæðir atvinnurekendur eru þeir sem stunda eigin rekstur, ýmist á eigin kennitölu eða í félagi, oftast einkahlutafélagi. Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa eins og aðrir launamenn að greiða í lífeyrissjóð.