Við andlát sjóðfélaga getur maki hans öðlast rétt til makalífeyris frá sjóðnum að uppfylltum vissum skilyrðum. Hafi sjóðfélagi verið yngri en 67 ára við andlát getur einnig komið til greiðslu fjölskyldubóta, sem greiðast einu sinni, til viðbótar maka- og barnalífeyri.
Makalífeyrir er greiddur úr samtryggingarsjóði við fráfall sjóðfélaga.
Skila þarf inn umsókn um makalífeyri í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem taka þeirra á að hefjast. Greitt er síðasta virka dag mánaðar.
Fjölskyldubætur eru greiddar einu sinni við fráfall sjóðfélaga yngri en 67 ára og hafa þann tilgang að létta undir með nánustu aðstandendum þegar ungir sjóðfélagar falla skyndilega frá. Fjölskyldubætur skiptast í maka- og barnagreiðslur.
Það getur tekið 1-2 mánuði frá því umsókn berst sjóðnum með öllum gögnum þar til greiðslur fara að berast