Sjóðfélagi og maki geta gert samning um gagnkvæma skiptingu eftirlaunalífeyris. Samning um slíka skiptingu þegar áunninna réttinda þarf að gera áður en taka lífeyris hefst og ekki seinna en fyrir 65 ára aldur. Skiptingin nær einungis til réttinda sem hafa myndast á meðan staðfest sambúð eða hjónaband hefur varað.
Lífeyrisréttindi eru persónubundin og því er óheimilt að framselja þau. Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að gera samning um skiptingu áunninna réttinda og framtíðarréttinda. Einnig er hægt að gera samkomulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna eftir að taka lífeyris er hafin.