Skyldusparnaður leggur grunninn að lífinu eftir starfslok og tryggir ævilangan lífeyri og áfallalífeyri. Skylduiðgjald er lögbundið lágmark sem greiða skal í lífeyrissjóð. Það er nú 15,5% og skiptist í 4% eigið framlag launafólks og 11,5% framlag launagreiðanda.
Auk réttar til lífeyris eftir starfslok veitir skyldusparnaður rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu, rétt maka til makalífeyris við fráfall sjóðfélaga og rétt barna til barnalífeyris.
Birta lífeyrissjóður er hefðbundinn starfsgreinasjóður sem félagar tiltekinna stéttarfélaga eiga skylduaðild að. Sjóðurinn er jafnframt opinn öllum sem ekki eru skylduaðilar að öðrum lífeyrissjóði samkvæmt lögum, kjara- eða ráðningarsamningum. Þetta á einnig við um sjálfstæða atvinnurekendur sem hafa frjálst val um lífeyrissjóð. Öllum er heimilt að gera samning um séreignarsparnað hjá Birtu lífeyrissjóði.
Hér er hægt að skoða fræðslumyndband um lífeyrissjóðskerfið á Íslandi.
Lífeyrisréttindi ákvarðast af því iðgjaldi sem greitt hefur verið til sjóðsins og hefur hvorki hámark né lágmark. Eftir því sem iðgjöldin eru hærri, þeim mun meiri eru réttindin.
Lífeyrisgáttin veitir upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði.
Á sjóðfélagaveg Birtu lífeyrissjóðs er að finna Lífeyrisgáttina sem veitir upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði.
Á sjóðfélagavefnum eru einnig upplýsingar um innborganir og ávöxtun á séreignarsparnaði Birtu lífeyrissjóðs, skil launagreiðanda á iðgjöldum og eftirstöðvar sjóðfélagalána.
Farðu inn á sjóðfélagavef Birtu og fáðu réttindin þín á einum stað
Lífeyrisréttindi geta tapast vegna vanskila launagreiðanda. Iðgjöld, sem launagreiðandi hefur sannanlega haldið eftir af launum sjóðfélagans, en ekki staðið skil á til sjóðsins, sem og mótframlag launagreiðanda, skal þrátt fyrir vanskilin meta að fullu til réttinda fyrir viðkomandi sjóðfélaga við úrskurð lífeyris, enda hafi sjóðnum verið kunnugt um þessi vanskil. Þetta gildir þó eingöngu um launafólk. Önnur viðmið gilda um iðgjaldagreiðslur eigenda og stjórnenda fyrirtækja og um sjálfstæða atvinnurekendur.
Til að tryggja hagsmuni sjóðfélaga sem höfðu áunnið sér réttindi framan af starfsævi í jafnri ávinnslu, var ákveðið að þeir sem greiddu iðgjöld í Sameinaða lífeyrissjóðinn árið 2005, 25 ára eða eldri, gætu haldið jafnri réttindaávinnslu út starfsævina upp að tilteknu hámarki sem tekur mið af verðbættu viðmiðunariðgjaldi.