Ávöxtun

Mikilvægt er að spara til að byggja upp eignir. En góðir hlutir gerast hægt og því er farsælast að líta á sparnað sem langhlaup en ekki spretthlaup. Birta lífeyrissjóður birtir upplýsingar um raunávöxtun yfir skemmri og lengri tímabil. Ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni.

Ábyrgar fjárfestingar

Eignasafni Birtu er stýrt í samræmi við fjárfestingastefnu sjóðsins hverju sinni. Við mótun stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins að teknu tilliti til áhættu ávallt haft að leiðarljósi.

Séreign og Tilgreind séreign

Birta lífeyrissjóður býður þrjár sparnaðarleiðir fyrir séreignarsparnað og Tilgreinda séreign. Frá áramótum 2022 bauðst sjóðfélögum aukið val á sparnaðarleiðum Tilgreindu séreignar en aðeins ein leið var í boði áður. Þeir sjóðfélagar sem ekki hafa gert breytingu á sparnaðarleiðum Tilgreindu séreignar ávaxta séreign sína í Blandaðri leið. Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu.

.

Raunávöxtun

.

Innlánsleið Skulda- bréfaleið Blönduð leið
Nafn- ávöxtun Raun- ávöxtun Nafn- ávöxtun Raun- ávöxtun Nafn- ávöxtun Raun- ávöxtun
*Frá áramótum til 1.12.2024 5,47% 0,78% 7,73% 2,93% 12,04% 7,04%
2023 7,8% -0,2% 7,6% -0,4% 7,8% -0,2%
2022 9,0% -0,3% 0,5% -8,0% -9,6% -17,3%
2021 4,8% -0,1% 5,4% 0,6% 18,0% 12,5%
2020 4,0% 0,5% 7,0% 3,4% 15,0% 11,2%
2019 4,3% 1,6% 8,9% 6,1% 18,0% 14,9%
2018 5,3% 2,0% 6,9% 3,6% 2,1% -1,2%
2017 3,7% 1,9% 7,4% 5,5% 7,5% 5,6%

*Hækkun/lækkun frá áramótum. Ekki ávöxtun á ársgrundvelli.

Ávöxtun eldri sparnaðarleiða