Séreignarsparnaður er kjarabót sem hefur fjölmarga kosti. Séreignarsparnaður er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og sjóðfélagi ræður hvernig hann ráðstafar honum eftir 60 ára aldur. Séreignarsparnaður er eign sjóðfélaga og erfist að fullu.
Séreignarsparnaður hefur fjölmarga kosti. Sá helsti er líklega sá að þú færð greitt fyrir að spara í séreign.
Birta lífeyrissjóður býður þrjár sparnaðarleiðir. Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu.
Notaðu reiknivélina til að sjá hvaða áhrif það hefur á eftirlaunin þín að greiða í séreignarsparnað. Á Sjóðfélagavefnum getur þú séð núverandi réttindi þín.