18. desember 2025
31. desember ekki lengur bankadagur, eindagi iðgjalda er því 30. desember 2025
self.header_image.title

Samkvæmt ákvörðun Seðlabankans verður gamlársdagur 31. desember, framvegis ekki bankadagur.

Þar sem gamlársdagur verður ekki bankadagur munu allar færslur sem gerðar eru 31. desember 2025 bókast þann 2. janúar 2026.

Iðgjaldagreiðslur þarf að greiða í síðasta lagi þriðjudaginn 30. desember, síðasta bankadag ársins.

Greiðslur sem berast eftir þann tíma bera dráttarvexti.

Sjá nánar hér í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Skrifstofa sjóðsins verður lokuð á gamlársdag en við viljum benda á launagreiðendavef.