18. maí 2022
Ársfundur Birtu 2022, dagskrá og streymi
self.header_image.title

Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 17:00 á Icelandair hóteli Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík. Salur nr. 2.

Dagskrá fundarins:

  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning og afgreiðsla ársreiknings
  • Tryggingafræðileg athugun
  • Fjárfestingarstefna sjóðsins
  • Hluthafastefna sjóðsins
  • Starfskjarastefna sjóðsins
  • Laun stjórnarmanna og nefnda á vegum sjóðsins
  • Stjórnarkjör, skv. grein 5.1
  • Kjör endurskoðanda
  • Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins (engar tillögur eru til breytinga á samþykktum að þessu sinni)
  • Önnur mál

Vakin er athygli á að auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á fundinum.

Einungis fulltrúar í fulltrúaráði Birtu geta kosið um fyrirliggjandi tillögur á fundinum. Kosning fer fram á staðnum þannig að fulltrúar þurfa að mæta á Icelandair hótel Reykjavík Natura til að geta nýtt kosningarétt sinn.