Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 19. maí nk., kl. 17 á Hilton Reykjavík Nordica.
Vegna sóttvarna er farið fram á að þeir sjóðfélagar sem ætla að mæta á staðinn eða fylgjast með rafrænum fundi skrái sig fyrir kl. 13:00 þann 18. maí nk.
Kosning fer eingöngu fram með rafrænum hætti með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Allar upplýsingar um framkvæmd kosninga verður auglýst á heimasíðu sjóðsins viku fyrir fundinn.
Vakin er athygli á að auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á fundinum.
Þeir sem fara með umboð fyrir annan/aðra fulltrúa þurfa jafnframt að fylla út umboðseyðublað og senda útfyllt á netfangið eva@birta.is innan sömu tímamarka.
Nánari upplýsingar um dagskrá og önnur fundargögn má finna hér.