Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar. Með Tilgreindri séreign geta sjóðfélagar valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjalds í séreignarsjóð. Innstæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga.
Við val á sparnaðarleið er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu því ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni.
Sjóðfélagar sem eiga inneign í Tilgreindri séreign geta nú valið um að breyta séreignarleiðum en núverandi inneign er ávöxtuð í Blandaðri leið.
Hægt er að breyta um sparnaðarleið með því að fylla út beiðni hér.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um val á sparnaðarleiðum.