07. október 2024
Birta auglýsir eftir áhættustjóra
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður leitar að framsýnni manneskju með yfirgripsmikla þekkingu á áhættustjórnun, sem býr yfir reynslu og þekkingu á viðfangsefninu. Áhættustjóri hefur forystu um framþróun um áhættustýringarstefnu og skýrslugerð til fjölbreyttra hagaðila sjóðsins.

Um áhugavert og krefjandi starf er að ræða sem felur meðal annars í sér þessi verkefni:

  • Umsjón með skipulagi og framkvæmd áhættustýringar og innra eftirlits
  • Umsjón með mótun áhættustýringarstefnu
  • Eftirlit með markaðsáhættu, áhættustefnu og áreiðanleika gagna
  • Gerð skýrslna og annara gagna fyrir stjórn, stjórnendur, og eftirlitsaðila
  • Heildarsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðanda og innri úttektir
  • Utanumhald eftirlitskerfis og þátttaka í umbótaverkefnum

Hæfniskröfur og menntun:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur
  • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti
  • Reynsla af greiningarvinnu og/eða áhættustýringu sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gagnavinnslu og viðskiptagreindartólum (s.s. Power BI og Tableau)
  • Reynsla af fjármálamarkaði og/eða þekking á lífeyrisstarfsemi er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og drifkraftur
  • Sjálfstæði, fagleg og öguð vinnubrögð
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
  • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Áhættustjóri Birtu, Eyrún Einarsdóttir hefur lokið störfum hjá sjóðnum samkvæmt samkomulagi þar um.

Eyrún hefur starfað hjá sjóðnum frá stofnun hans árið 2016, þar áður hjá Stöfum lífeyrissjóði frá árinu 2013 og skilað góðu verki.

Við þökkum Eyrúnu fyrir samstarfið og þá uppbyggingu sem hún hefur tekið þátt í frá því að Birta lífeyrissjóður varð til.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á www.vinnvinn.is