Stjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur tekið ákvörðun um hækkun vaxtaálags á óverðtryggðum lánum.
Munu vextir óverðtryggðra lána Birtu hækka í 2,85%.
Stjórn byggir ákvörðun sína um endurskoðun vaxtaálags á 3. tl. lánaskilmála en þar er heimild til endurskoðunar vaxtaálags með hliðsjón af kjörum sambærilegra lána á markaði. Markaðsvextir annarra lánastofnana á sambærilegum lánum eru á bilinu 3,68-5,50%.
Stjórn lokaði fyrir nýjar umsóknir um óverðtryggð lán í lok ágúst sl. og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið.
Vakin er athygli á því að fréttin hefur verið uppfærð.