28. júní 2022
Birta endurskoðar vaxtaálag óverðtryggðra lána
self.header_image.title

Stjórn Birtu hefur tekið ákvörðun um lækkun vaxtaálags á óverðtryggðum lánum.

Stjórn byggir ákvörðun sína um endurskoðun vaxtaálags á 3. tl lánaskilmála en þar er heimild til endurskoðunar vaxtaálags með hliðsjón af nokkrum þáttum sem lúta að rekstrarkostnaði, útlánaáhættu, uppgreiðsluáhættu og verðbólguáhættu. Til viðbótar þá er horft til kjara sambærilegra lána á markaði.

Stjórn hefur ákveðið að lækka vaxtaálagið úr 2,1% í 1,6% ofan á meginvexti Seðlabanka Íslands.

Vextir Birtu á óverðtryggðum lánum eftir þessa breytingu verða 6,35% en hefðu að óbreyttu, m.v. óbreytt vaxtaálag, átt að hækka í 6,85% eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní sl.

Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst 2022.