Þrátt fyrir ungan aldur á sjóðurinn sér djúpar og sterkar rætur og saga sjóðsins nær aftur til ársins 1939
Birta lífeyrissjóður fagnar 5 ára afmæli en Birta er sameinaður sjóður sjóðfélaga Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs og tók til starfa undir merki Birtu þann 1. desember 2016.
Þrátt fyrir ungan aldur á sjóðurinn sér djúpar rætur og saga sjóðsins nær aftur til ársins 1939 með stofnun lífeyrissjóðs SÍS. Byggingarmenn stofnuðu lífeyrissjóð árið 1958 og í kjölfarið fylgdu fjölmörg iðnfélög, fram að almennum kjarasamningum um lífeyrismál sem tóku gildi árið 1969. Skömmu eftir kjarasamninga hófust sameiningar lífeyrissjóða og voru forverar Birtu þátttakendur í þeim sameiningum.
Við erum stolt af uppruna okkar og sögu og gætum réttinda tæplega 100 þúsund sjóðfélaga og á Birta og forverar sjóðsins rúmlega 80 ára samfellda lífeyrissögu.
Til hamingju Birta!