Birta lífeyrissjóður er einn fjögurra aðila sem hafa skrifað undir samning við ÞG Verk um framkvæmdafjármögnun á byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru Íslandsbanki, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR.
Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 17,9 milljarðar króna og er áætlað að því ljúki haustið 2028. Aðkoma lífeyrissjóðanna þriggja að fjármögnuninni er í gegnum samstarfsvettvang lífeyrissjóða í tengslum við Innviðafélag Íslands.
Með þátttöku í fjármögnun Ölfusárbrúar leggur Birta hönd á plóg í mikilvægu verkefni sem mun auka afkastagetu hringvegarins, bæta umferðaröryggi og létta á umferðarteppum.
Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á vef Vegagerðarinnar.