Sjá nánar >
18. september 2020
Birta tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair
self.header_image.title

Að gefnu tilefni vill Birta lífeyrissjóður koma því á framfæri við sjóðfélaga að sjóðurinn tók ekki þátt í nýafstöðnu útboði Icelandair. Samstaða var um þessa ákvörðun bæði hjá starfsmönnum og stjórn eftir ítarlega skoðun á málinu þar sem mörg fagleg sjónarmið vógust á.

Við óskum starfsmönnum, stjórnendum og stjórn Icelandair til hamingju með vel heppnað útboð. Eins og útboðsgögn báru með sér hefur mjög mikilvægt skref verið stigið í þeirri viðleitni að tryggja rekstur og framtíð félagsins við erfiðar aðstæður.