02. janúar 2026
Breyting á lánareglum Birtu
self.header_image.title

Stjórn samþykkti á síðasta stjórnarfundi að gera breytingu á lánaréttindum sjóðfélaga sbr. uppfærðar lánareglur sjóðsins. Ekki er lengur lánað til þeirra sem áttu lánsrétt á grundvelli eldri iðgjaldasögu en eru ekki lengur sjóðfélagar Birtu. 

Sem fyrr, hafa þeir sjóðfélagar Birtu lánsrétt sem greitt hafa iðgjöld í samtryggingardeild samfellt í 6 mánuði áður en lánsumsókn er send inn. Lánaréttindi lífeyrisþega Birtu eru áfram óbreytt, þeir hafa áfram lánsrétt hafi þeir haft hann við töku lífeyris og sama á við um maka lífeyrisþega. 

Stjórn uppfærði einnig þann viðmiðunarflokk verðtryggðra ríkisbréfa sem breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsins taka mið af. Í lánareglum segir að miða eigi við þann flokk sem lengstan líftíma hefur hverju sinni, er skráður með viðskiptavakt í Kauphöll Nasdaq OMX og hefur virka verðmyndun þar. Nýr viðmiðunarflokkur ber auðkennið RIKS 50 0915 í kauphöllinni, var áður RIKS 37 0115.

Nýjar lánareglur tóku gildi um áramót.