24. júní 2022
Breytingar á lögum um lífeyrismál sem taka gildi um næstu áramót
self.header_image.title

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum um lífeyrissjóði og fleiri lögum sem fela í sér talsverðar breytingar. Lögin taka gildi 1. janúar 2023.

Helstu breytingar eru að lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% af launum í 15,5% og lífeyrissjóðir hafa heimild til að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af launum til svokallaðar tilgreindrar séreignar með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður. Breytingarnar auka þannig sveigjanleika til lífeyristöku og fest í sessi þá þætti sem samið var um í lífskjarasamningunum.

Með samþykkt frumvarpsins var lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð breytt þannig að nýta má tilgreinda séreign til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum ákveðnum skilyrðum auk þess sem sjóðfélagar sem ekki hafa verið eigendur að íbúðarhúsnæði í fimm ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt heimildir laganna.

Nánar verður fjallað um lagabreytingarnar og áhrif þeirra í haust eða þegar nær dregur gildistöku þeirra.