31. ágúst 2020
Breytingar á hálfum lífeyri frá Tryggingastofnun
self.header_image.title

Tryggingastofnun hefur gert breytingar á almannatryggingalögum sem varða töku hálfs lífeyris sem taka gildi 1. september 2020.

Áfram verður heimilt að taka 50% lífeyri frá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri. Helsta breytingin felur í sér að 50% lífeyrir frá TR verður tekjutengdur en lífeyrisþegar geta haft 325.000 kr. í tekjur á mánuði án þess að þær hafi áhrif á greiðslur hálfs lífeyris. Fjárhæðin lækkar svo um 45% af tekjum eftir að því tekjumarki er náð. Gert er að skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Tryggingastofnunar, tr.is