28. ágúst 2020
Breytt lánsframboð hjá Birtu lífeyrissjóði
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður hefur ákveðið að taka ekki við fleiri nýjum umsóknum um óverðtryggð sjóðfélagalán að svo stöddu. Þess má vænta að nýr flokkur óverðtryggðra lána verði í boði í kringum áramót þegar lánsframboð sjóðsins hefur verið endurskoðað. Ákvörðunin hefur þegar tekið gildi.

Þær lánsumsóknir sem þegar hafa borist sjóðnum vegna óverðtryggðra lána verða afgreiddar á næstu vikum og mánuðum. Birta vekur athygli á því að sjóðurinn býður ennþá upp á hagstæð verðtryggð lán til sinna sjóðfélaga.

Upplýsingar um vexti og lánskjör verðtryggðra lána má finna hér.