10. febrúar 2017
Eigendastefna Birtu lífeyrissjóðs
self.header_image.title

MappaStjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur sett sér eigendastefnu sem samþykkt var á fundi stjórnar 31. janúar 2017. Markmið stefnunnar er að skilgreina og skýra afstöðu stjórnar sjóðsins til stjórnarhátta fyrirtækja og miðla henni til stjórnar og stjórnenda fyrirtækja þar sem sjóðurinn á hagsmuna að gæta. Möguleikar sjóðsins til að hafa áhrif ráðast þó eðli máls samkvæmt af eignarhaldi sjóðsins og hlutdeild í einstökum félögum. Nánari upplýsingar um stefnuna og framkvæmd hennar er að finna hér að neðan.