28. desember 2022
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2023

Fjárfestingarstefna Birtu vegna ársins 2023 er nú aðgengileg á heimasíðu sjóðsins

self.header_image.title

Fjárfestingastefna Birtu fyrir árið 2023 var samþykkt af stjórn sjóðsins í lok nóvember síðastliðnum og tekur gildi þann 1. janúar 2023. Um er að ræða stefnu samtryggingardeildar, séreignadeildar og deildar um tilgreinda séreign. Fjárfestingastefnan er hugsuð til langs tíma en engu að síður er hún endurskoðuð árlega af stjórn Birtu að teknu tilliti til aðstæðna á markaði og helstu breytinga í umhverfi sjóðsins.

Helstu breytingar á stefnu samtryggingardeildar á milli ára fela í sér hækkun á hlutfalli innlendra hlutabréfa, úr 13,5% í 16,0%, og hlutfalli sérhæfðra fjárfestinga, úr 8,0% í 9,5%. Undir síðarnefnda eignaflokkinn falla óskráðar fjárfestingar, bæði innlendar og erlendar, í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Á móti þessum hækkunum lækkar hlutfall erlendra hlutabréfa, úr 31,0% í 29,0%, hlutfall fasteignaveðtryggðra skuldabréfa, úr 18,0% í 17,0%, og hlutfall innlána, úr 2,0% í 1,0%. Breytingar á stefnu annarra eignaflokka stefnunnar sem og breytingar á vikmörkum einstakra eignaflokka voru einungis minniháttar á milli ára.

Fjárfestingastefnur séreignardeildarinnar og deildar um tilgreinda séreign eru óbreyttar á milli ára. Einungis voru gerðar minniháttar breytingar á vikmörkum tveggja eignarflokka blönduðu leiðarinnar, þ.e. innlendra hlutabréfa og sérhæfðra fjárfestinga.

Fjárfestingarstefna sjóðsins má finna í heild sinni hér.