Líkt og hjá lífeyrissjóðum er hægt er að fresta töku lífeyris hjá Tryggingastofnun. Heimild til frestunar hjá Tryggingastofnun er þó bundin því skilyrði að viðkomandi hafi ekki fengið greiddan lífeyri frá lífeyrissjóðum (1. mgr. 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007).
Upphafsdagur töku eftirlauna úr lífeyrissjóði telst viðmiðunardagur fyrir frestun hjá Tryggingastofnun. Ef einstaklingur hefur aðeins sótt lífeyri úr einum sjóði af mörgum, svo sem eingreiðslu lífeyris, þá miðar Tryggingastofnun við upphafsdagsetningu úr þeim fyrsta sjóði.
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun hefur ákvæðinu hingað til ekki verið framfylgt en því var breytt frá og með 1. janúar 2025. Breytingin mun aðeins gilda um þá sem eru fæddir 1958 og síðar.