13. febrúar 2019
Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs
self.header_image.title

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Kjörfundurinn fer fram 28. mars kl. 17:00 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 28. febrúar 2019.

Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr.5.8) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.

Skjöl sem tilheyra kjöri fulltrúa launamanna í stjórn Birtu:

  • Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 13. febrúar.
  • Eyðublað um framboð til setu í stjórn Birtu lífeyrissjóðs.
  • Starfsreglur valnefndar launamanna Birtu lífeyrissjóðs.