03. febrúar 2021
Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu
self.header_image.title

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023.

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára, einn stjórnarmann (karl) til eins árs og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Jón Kjartan Kristinsson stjórnarmaður hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Birtu lífeyrissjóðs frá og með ársfundi 2021 þar sem hann mun taka við stöðu framkvæmdastjóra, en Jón Kjartan situr í stjórn fyrir launþega. Vegna þessa auglýsir valnefnd eftir stjórnarmanni til eins árs til viðbótar við þau tvö sæti sem í boði eru.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021.

Fyrirspurnir skulu einnig berast á netfangið: valnefnd@birta.is

Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr.5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.

Skjöl sem tilheyra kjöri fulltrúa launamanna í stjórn Birtu:

  • Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 4. febrúar.
  • Eyðublað um framboð til setu í stjórn Birtu lífeyrissjóðs.
  • Starfsreglur valnefndar launamanna Birtu lífeyrissjóðs.