Á kjörfundi fulltrúaráðs launamanna sem haldinn var í gær kusu fulltrúar um sæti tveggja stjórnarmanna (karls og konu) auk varamanns (konu) til tveggja ára.
Hafliði Kristjánsson var kjörinn í stjórn Birtu. Hafliði er sölustjóri hjá N1 en hann er menntaður fiskeldisfræðingur.
Hrönn Jónsdóttir var sjálfkjörin í stjórn Birtu af hálfu launamanna þar sem hún var eina konan í framboði. Hrönn hefur verið stjórnarmaður hjá Birtu síðastliðin 6 ár. Hrönn er grafískur miðlari og margmiðlunarhönnuður hjá Marel.
Bára Laxdal Halldórsdóttir var sjálfkjörin sem varamaður í stjórn Birtu. Bára hefur verið varamaður í stjórn Birtu um tíma en hún starfar hjá Rafmennt.
Ný stjórn Birtu verður kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður á Hótel Reykjavík grand þann 23. apríl nk.