Á kjörfundi fulltrúaráðs launamanna sem haldinn var í gær kusu fulltrúar um sæti tveggja stjórnarmanna (karls og konu) auk varamanns (karls) til tveggja ára.
Jakob Tryggvason hlaut endurkjör í stjórn sjóðsins sem aðalmaður til næstu tveggja ára. Jakob er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Jakob var í stjórn sjóðsins frá árinu 2016-2020 og áður forvera Birtu. Hann var formaður og varaformaður stjórnar 2018 til 2020. Jakob var aftur kjörinn í stjórn sjóðsins árið 2023.
Bára Laxdal Halldórsdóttir var sjálfkjörin í stjórn Birtu af hálfu launamanna þar sem hún var eina konan í framboði. Bára hefur verið varamaður í stjórn undanfarin ár en hefur setið í aðalsstjórn frá maí 2024 sem varamaður. Bára hefur verið virk innan verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár. Hún situr í stjórn Félags rafeindavirkja og fyrir þeirra hönd í miðstjórn RSÍ. Bára er einnig ritari Rafiðnaðarsambands Íslands.
Garðar Garðarsson var endurkjörinn sem varamaður í stjórn Birtu. Garðar er félagi í VM og er vélvirki og véla-og rekstrariðnfræðingur.
Ný stjórn Birtu verður kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður á Hótel Reykjavík Grand þann 22. apríl nk.