11. október 2022
Fulltrúaráðsfundur Birtu 20. október nk.
self.header_image.title

Til fulltrúa í fulltrúaráðum Birtu lífeyrissjóðs.

Fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 17:00 í húsi VM, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík.

Dagskrá fundarins:

  • Mótvægisaðgerðir vegna breytinga á lífslíkum – Kynning á niðurstöðu stjórnar Birtu. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.

  • Breytingar á lögum sem taka gildi um áramót og áhrif þeirra á meðferð séreignar sem myndast af lögbundnu iðgjaldi, þ.e. tilgreindri séreign við útreikning á lífeyri frá Tryggingastofnun. Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur Birtu lífeyrissjóðs.

  • Staða sjóðsins, fjárfestingastefna og eigendastefna. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.

  • Önnur mál.

Við viljum biðja ykkur sem ætla að mæta á staðinn eða fylgjast með rafrænum fundi að skrá ykkur fyrir kl. 15:00 þann 19. október nk.

SKRÁÐU ÞIG Á FUNDINN MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR