Með velferð sjóðfélaga og starfsfólks í huga hefur skrifstofa sjóðsins verið lokuð fyrir öðrum en starfsfólki frá upphafi faraldursins. Frá og með 4. maí verður sjóðfélögum sem eiga mjög brýnt erindi við sérfræðinga sjóðsins í lánum og lífeyrismálum og erindið verður ekki leyst nema augliti til auglitis, boðið upp á að panta viðtalstíma á skrifstofunni.
Opið verður fyrir móttöku þeirra sjóðfélaga sem eiga pantaðan tíma milli kl. 13 og 15 virka daga og tímapantanir fara fram gegnum pósthólf sjóðsins birta@birta.is og í síma 480-7000. Við tímapöntun skal tilkynna erindi heimsóknarinnar. Óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður viðhaft en horft er til ákvarðana yfirvalda og verður þetta fyrirkomulag næst endurskoðað í lok maímánaðar og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Við bendum á heimasíðu sjóðsins, þar eru fjölbreyttar upplýsingar um lífeyrismál, séreignarsparnað og lán.
Sjóðfélagar og aðrir sem hafa átt erindi við sjóðinn á undanförnum vikum hafa sýnt þeim úrræðum sem gripið hefur verið til mikinn skilning á þessum sérstökum tímum og er starfsfólk afar þakklátt fyrir það.