„Afkomutölur fyrir nýliðið ár sýna góða ávöxtun eigna. Þetta var að sjálfsögðu fyrsta rekstrarár eftir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Mér þykir sérlega ánægjulegt að fá það hér staðfest að sameiningin gekk vel og skilaði áþreifanlegum árangri,“segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
„Séreignaleiðir Birtu skiluðu góðri ávöxtun á síðasta ári. Blandaða leiðin skilaði þannig 7,4% nafnávöxtun og Skuldabréfaleiðin 7,7% nafnávöxtun. Þetta skýrist af góðri ávöxtun erlendra hlutabréfa og innlendra skuldabréfa sömuleiðis,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs Birtu lífeyrissjóðs, og bætir við:
„Allt bendir til þess að afkoma samtryggingardeildarinnar hafi verið góð líka en enn er of snemmt að nefna nokkrar tölur þar að lútandi.“
Ávöxtunarleiðir Birtu lífeyrissjóðs eru þrjár talsins, skýrt afmarkaðar með mismunandi samsetningu og eiginleikum: