16. maí 2018
Gott að huga að starfslokum snemma
self.header_image.title

Kynningarfundur

Starfsfólk lífeyrisdeildarinnar sat fyrir svörum á fjölmennum kynningarfundi Birtu sem haldinn var 15. maí, en á fundinum voru líflegar umræður um lífeyrismál.

Sigþrúður Jónasdóttir forstöðumaður lífeyrissviðs fór yfir helstu atriði sem hafa ber í huga áður en farið er á eftirlaun. Meðal annars fjallaði hún um rétt til lífeyristöku, hagnýt atriði við umsóknarferlið, Tryggingastofnun, skatta o.fl.

 „Það er ánægjulegt að sjá hvað fólk er farið að huga betur að starfslokum. Fólk er jákvætt og áhugasamt á þessum tímamótum og þeim fer fækkandi sem setjast hjá okkur að taka út lífeyrir án þess að hafa kynnt sér þessi mál “ sagði Sigþrúður að fundi loknum.  

Kynningarfundir af þessu tagi eru árlegur viðburður hjá Birtu lífeyrissjóð. Þeir sem ekki gátu sótt fundinn en vilja fara yfir stöðu sína eru hvattir til að: