07. september 2018
Hægt að sækja um hálfan lífeyrir frá 1. október
self.header_image.title
Hálfur lífeyrir

Fjármála og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Birtu. Nýjar samþykktir munu taka gildi 1. október nk. og verður því hægt að hefja töku hálfs lífeyris hjá sjóðnum frá og með október 2018. Helmingur lífeyrisins verður þá geymdur þar til sjóðfélaginn kýs að hefja töku 100% lífeyris. Mánaðarlegar greiðslur vegna geymdra réttinda hækka í samræmi við samþykktir sjóðsins. Uppfært umsóknarform um eftirlaunalífeyri hjá Birtu verður aðgengilegt 1. október.

Með breytingum á samþykktum uppfyllir Birta skilyrði laga almannatrygginga sem veita möguleika á töku hálfs lífeyris frá Tryggingastofnun gegn töku hálfs lífeyris hjá lífeyrissjóðum.

Spurningar og svör um hálfan lífeyri á vef Tryggingastofnunar

Hægt að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs

reiknivel

Frá 1. október mun sjóðfélögum einnig standa til boða að fresta töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs í stað 72 ára. Mánaðarleg upphæð lífeyris hækkar hlutfallslega eftir því sem upphaf lífeyristöku er dregið, en þó ekki eftir að 80 ára aldri er náð.

Almennur lífeyrisaldur er eftir sem áður 67 ára en hægt er að flýta töku lífeyri fram til 60 ára aldurs hjá Birtu lífeyrissjóð. Lífeyrisreiknivél Birtu sýnir á myndrænan hátt áhrif frestunar- og/eða flýtingar á fjárhæð lífeyris, sem ræðst af samþykktum sjóðsins á hverjum tíma og verður frá og með 1. október hægt að reikna út lífeyrir miðað við lífeyristöku frá 60 til 80 ára.

Við hvetjum sjóðfélaga til að huga að starfslokum með góðum fyrirvara og velta fyrir sér öllum kostum.

Reikna eftirlaun