Hjón og sambýlingar geta skipt með sér lífeyrisréttindum eða eftirlaunum úr lífeyrissjóðum. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða hafa heimilað þetta árum saman en margir vita ekki af því eða gera alla vega ekkert í því fyrir sig og sína.
Samningar um skiptingu lífeyrisréttinda ættu að vera sjálfsagt mál í mörgum tilvikum en alls ekki í öllum.
Hjón og sambýlingar hafa um þrjá kosti að velja - ef skipting á annað borð hentar. Það er að
Nánari upplýsingar er að finna hér á vef Birtu eða á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.
Á síðarnefnda vefnum er líka frásögn af almennum fundi í Hörpu á árinu 2017 þar sem fundarefnið var einmitt skipting lífeyrisréttinda og rakið í hverju þetta felst, hverjum fyrirkomulagið hentar og hverjum ekki.
Starfsfólk Birtu lífeyrissjóðs svarar svo að sjálfsögðu fyrirspurnum sjóðfélaga um málið.
Útfylla þarf samningseyðublað vegna skiptingar lífeyrisréttinda og skila til Birtu lífeyrissjóðs (hafi viðkomandi greitt síðast í þann lífeyrissjóð). Sömuleiðis þarf að skila vottorði frá Þjóðskrá Íslands sem staðfestir hjúskap/sambúð og læknisvottorði ef skipta á áunnum réttindum.
Eftir samspil lífeyrissjóðs og trúnaðarlæknis liggur síðan fyrir hvort heimild skuli veitt til skiptingar réttinda eða ekki. Sé veitt heimild til skiptingar kemur til kasta Landssamtaka lífeyrissjóða að senda gögn áfram til allra lífeyrissjóða sem viðkomandi umsækjendur hafa greitt í á tilteknu tímabili og lífeyrissjóðir senda umsækjendum staðfestingarbréf um að málið sé afgreitt.