Hrönn Jónsdóttir, margmiðlunarhönnuður hjá Marel hf., var kjörin formaður stjórnar Birtu að loknum aðalfundi lífeyrissjóðsins í gær. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri þjónustufyrirtækisins Daga hf., var kjörinn varaformaður.
Pálmar Óli var formaður stjórnarinnar sem skilaði umboði sínu í gær og Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir varaformaður.
Allir í stjórn og varastjórn Birtu voru endurkjörnir á aðalfundinum.
Í aðalstjórn af hálfu launafólks eru Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir, Hilmar Harðarson, Hrönn Jónsdóttir og Örvar Þór Kristjánsson. Varamenn eru Bára Laxdal Halldórsdóttir og Guðmundur S. Sigurgeirsson.
Í aðalstjórn af hálfu Samtaka atvinnulífsins eru Álfheiður Ágústsdóttir, Pálmar Óli Magnússon, Sigurður R. Ragnarsson og Þóra Eggertsdóttir. Varamenn eru Bolli Árnason og Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Hrönn og Pálmar Óli voru kjörin formaður og varaformaður Birtu að loknum aðalfundi 2020 og eru þannig í sömu hlutverkum nú í nýju stjórninni. Bæði voru þau kjörin fyrst í aðalstjórn sjóðsins árið 2018.